Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Page 15
Egill Jónasson, miðherjinn öflugi hjá Njarðvík, fór í uppskurð í gær vegna hnémeiðsla: FRÁ í MÁNUÐ VEGNA AÐGERÐAR Á HNÉ ~ •" „Ég var í aðgerð að láta laga -brjóskskemmdir í hnénu. Það var allt komið í tætlur þarna," sagði miðherjinn öflugi Egill Jónasson hjá Njarðvík þegar DV náði í skott- ið á honum. Egill lá í makindum og hafði það huggulegt fyrir framan sjónvarpið. „Ég verð frá í einhverjar vikur en þetta á að verða gott eftir aðgerðina. Læknirinn vildi ekki bíða með þetta og ég var að spila inn á milli en þettæ- var búið að angra mig í einhvern mánuð. Maður beit bara á jaxlinn, -tók nokkrar verkjatöflur og reyndi að þola sársaukann." Egill mun því missa af næsta leik Njarðvflcur gegn KR á fimmtu- dag sem verður sýndur beint á Sýn. „Það verður bara að koma í ljós hversu lengi ég verð frá. Þetta er stærsti leikurinn okkar núna og verður sterkt að koma til baka eft- ir tapið í bikamum." Njarðvíking- ar hafa verið óstöðugir í vetur í Iceland Express-deildinni. Unn- ið nokkra stóra og mikilvæga l^ki en dottið svo niður á plan' meðal- mennskunnar. „Þetta er búið að vera mjög sveiflukennt hjá okkur. Það er svona eins og okkur vanti stöðugleikann. Maður veit ekki hvað er að. Við erum búnir að ræða málin okkar á milli en ekki fundið svarið. Það em fleiri lið búin að vera eins og við, til dæmis Grinda- vík sem hefur verið upþ og niður og finnur ekki alveg stöðugleikann sem þarf," sagði Egill sem hefur skorað 7,5" stig að meðaltali í vet- ur fyrir Njarðvík. Ljóst er að með brbtthvarfi Egils mun enn meira .mæða á landsliðsmiðherjanum Friðriki Stefánssyni í Njarðvíkur- liðinu.Njarðvíkingar em úr leik í Lýsingarbikarkeppninni og liðið er í 5. sæti Iceland Express-deildar- innar. benni@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.