Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008 SUÐURNES DV 39 umferðaróhöpp hafa orðið á Reykjanesbrautinni frá áramótum. Nokkur þeirra má rekja til ffamkvæmda sem hafa legið niðri síðustu íjóra rnánuði. Tvö þessara óhappa hafa verið alvarleg slys. Skúli Jónsson hjá lög- reglunni á Suðurnesjum segir að óhætt sé að fullyrða að óhöppin væru færri ef ekki væri íyrir tafirnar á fram- kvæmdunum. Áætluð framkvæmdalok eru í október. Framkvæmdir Þessi sýn blasir við vegfarendum sem fara um Reykjanesbrautina. ÓHÖPP Á REYKJANESBRAUTINNI FRÁ ÁRAMÓTUM: Umferðaróhöpp: 39 Slys frá áramótum: 8 TILBOÐIN í REYKJANESBRAUTINA Glaumur og Árni Helgason 917.768.100 | Háfell 841.841.841 ístak 807.129.603 Adakris uab/Topp verktakar ehf. 698.800.000 | Islenskir Aðalverktakar 955.144.000 ! loftorka ehf. og Suðurverk hf. 847.279.900 j Malbikunarstöðin Hlaðbær Cola 969.476.470 „Ég held að íbúar Suðurnesja verði allir mjög fegnir þegar þessum fram- kvæmdum loksins lýkur," segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í almennri deild hjá lögreglunni á Suð- urnesjum. íbúar á Suðurnesjum eru margir orðnir langþreyttir á töfum sem hafa orðið við tvöföldun Reykja- nesbrautar. Áætluð framkvæmda- lok voru í sumar en nú er ljóst að framkvæmdum mun ekki ljúka fyrr en í fyrsta lagi í október á þessu ári. Ástæðan er gjaldþrot verktakafyrir- tækisins Jarðvéla en fyrirtækið tók að sér verkið. I desember varð ljóst að fyrirtækið gæti ekld staðið við skuldbindingar sínar. Afleiðingarnar eru fjögurra mánaða tafir og tíð um- ferðaróhöpp sem rekja má til fram- kvæmdanna. UAB Adakiris og Topp verktakar áttu lægsta tilboðið í mal- bikun Reykjanesbrautarinnar en til- boð í verkið voru opnuð í gær. Til- boðið hljóðaði upp á 698 milljónir og 800 þúsund krónur. Áætlaður kostn- aður við verkið var 770 milljónir. 47 umferðaróhöpp „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að umferðaróhöppin væm færri ef engar framkvæmdir væm í gangi," segir Skúli. Frá áramótum hafa 47 um- ferðaróhöpp orðið á Reykjanesbraut- inni. Skúli segir að í raun sé ómögu- legt að segja til um fjölda óhappa sem rekja megi beint til framkvæmdanna. „ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ ALVEG ÓHÆTT AÐ SEGJA AÐ UMFERÐAR- ÓHÖPPIN VÆRU FÆRRIÉF ENGAR FRAMKVÆMDIRVÆRU ÍGANGI." Ófrágengið Myndin erfrá Grindavíkuraf- leggjara. Jarðvélar skildu svona við verkið í desember. Þó sé alveg ljóst að einhver þeirra megi rekja til þeirra og þeirra tafa sem orðið hafa undanfarna fjóra mán- uði. „Þegar alcstursskilyrði em slæm em meiri líkur á umferðaróhöppum. Tíðarfarið síðustu mánuði hefur ver- ið slæmt og einkennst af fannfergi og hálku að noklcm leyti. Af þeim sökum hafa noklcuð mörg umferðaróhöpp orðið," segir Skúli. Alvarleg umferðarslys Af þessum 47 umferðaróhöpp- um voru átta slys. Þar af tvö alvar- leg. Það síðasta varð skammt vest- an við Vogaveg aðfaranótt 24. mars en þá missti ökumaður stjórn á bíl sínum en fimm voru í bílnum. Ein stúlka slasaðist alvarlega og var ílutt á gjörgæsludeild Landspítalans. Bíll- inn hafði skömmu áður tekið fram úr öðmm bíl og virtist ökumaður- inn halda að hann væri á tvöföldun brautarinnar. Ökumanninum brá þegar annar bíll kom á móti með þeim afleiðingum að hann endaði utan vegar. Þá varð annað umferðar- slys við Vogaveg í febrúar þegar tveir bflar skullu saman. Verktafaryrirtæk- ið Eykt vinnur nú að því að klára tvær brýr sem eftir eru. Þær eiga að koma við Vogaafleggjara og Grindavíkur- afleggjara en helstu hætturnar eru á þessum slóðum. Framhjáhlaupin hættuleg G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar, segist reikna með því að almenn umferð verði komin á báðar brautirnar um miðjan október sem fyrr segir. G. Pét- ur tekur undir orð Skúla og segir að einna mesta hættan sé vegna slæms tíðarfars. Það í bland við óvæntar þrengingar á brautinni vinni gegn því umferðaröryggi sem tvöföldun brautarinnar átti að boða. Skúli segir að það sé ekki hægt að skella skuld- inni á slæmar merkingar á Reykja- nesbrautinni. Vegagerðin tók yfir merkingar brautarinnar í desember og segir hann að hættusvæðin hafi verið vel merkt. Staðreyndin sé hins vegar sú að í svartasta skammdeg- inu geti augað átt það til að bregð- ast ökumönnum, þá sérstaklega ökumönnum sem ekki hafa ekið oft um svæðið áður. G. Pétur tekur und- ir þau orð Skúla. „Það eru framhjá- hlaupin sem hafa reynst fólki hættu- leg, eins og dæmin sýna. Einkum þá í slæmu skyggni. Það vildi svo til að þegar Jarðvélar hurfu frá verkinu var búið að opna mörg framhjáhlaup sem skapað hafa óöryggi. Svo hefur veturinn í vetur verið erfiðari en oft áður og það hefur ekki hjálpað." Hrönn Kristjánsdóttir, safnvörður í Salfisksetrinu í Grindavík: Reykjanesið líður fyrir lida kynningu Saltfisksetur hefur verið rekið í Grindavík frá því í sept- ember 2002. Þar er sýningarsalur þar sem gerð er grein fyrir mikilvægi saltfiskvinnslu í sögu landsins með mun- um frá fýrri tíð, myndbandasýningum og fleiru tiltæku. Hrönn Kristjánsdóttir safnvörður segir að jafnvel þótt að- sókn að safninu sé minni yfir veturinn sé hreint ekki ró- legt. „Hér er listsýningarsalur á efri hæðinni þar sem við erum með sýningar allan veturinn. Við reynum að opna nýjar sýningar hjá okkur á tveggja til þriggja vikna fresti," segir Hrönn og bendir á að ekki sé óalgengt að upp undir 400 manns mæti á opnun. Fyrir skemmstu hélt Sigrún Helgadóttir umhverfis- fræðingur fræðslukvöld í Saltfisksetrinu um Reykjanes- fólkvang. Reykjanesfólkvangur er um 300 ferkflómerar að stærð og er stærsta friðlýsta svæðið sinnar tegundar á landinu. Sigrún greindi frá niðurstöðum skýrslu sem hún gerði um mikilvægi svæðisins og framtíðarmögu- leikana. Sama kvöld hélt Ármann Höskuldsson eldíjallafræð- ingur einnig fýrirlestur um rannsóknir sínar og kortlagn- ingu á Reykjaneshryggnum. I rannsóknum sínum komst Ármann meðal annars að því að á hryggnum er að finna stóra eldstöð, fimmtíu kflómetra í þvermál, sem er þess eðlis að geta gosið hvenær sem er. ítarlega hefur verið sagt frá rannsóknum Ármanns í DV að undaförnu. Hrönn segir að á sumrin sé mun meiri aðsókn í Salt- fisksetrið. Það séu fyrst og fremst erlendir ferðalangar sem sæki safnið heim, en á sama stað sé rekin upplýs- ingamiðstöð sem ferðamenn sæki mikið í. „Svo fjölgar íslendingunum sem koma hér við ár frá ári. Reykjanesið hefur liðið fýrir litla kynningu innanlands í gegnum tíð- ina, en það er allt að breytast ört." Saltfisksetrið I Saltfisksetrinu í Grindavík er greint frá sögu og mikilvægi saltfiskvinnslu fyrir þjóðarbúið í gegnum tíðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.