Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Qupperneq 27
PV Sviðsljós MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 27 Cameron Diaz ætlar að bjóða íjölskyld- unni á einkafrumsýningu á nýjustu mynd sinni. Hún telur að þau þurfi öll að hlæja saman til að komast yfir fráfall föður hennar. Cameron Diaz ætlar nú að bjóða fjölskyldunni á einkasýningu á nýjusm kvikmynd sinni, What Happens in Vegas, því hún telur að þau þurfl öll á góðum hlátri að halda eftir skyndilegt fráfall föð- ur hennar fyrir skömmu. Emilio Diaz varð bráðkvaddur fyrir viku síðan einungis flmmtíu og átta ára að aldri eftir að hafa fengið slæma pest. Leikkonan hætti við öll komandi verkefni og hefur meðal annars sagst ætla að taka sér ársfrí ffá kvik- myndabransanum. Hún heldur því hins vegar fram að besta lækningin við sorg sé gott hláturskast og von- ast til þess að grínmyndin fái þau öll til að hlæja saman á ný. í tilkynningu sem Diaz sendi sjálf á fjölmiðla í Bandaríkjunum segir hún: „Um helgina ætla ég að vera með sýningu á myndinni minni, What Happens in Vegas, eingöngu fyrir fjölskyldu mína. Þetta var ákvörðun sem ég tók í samráði við framleiðendurna því ég tel að við þurfum öll á góðum hlátri að halda. Þegar allt kemur til alls er það jú ástæðan fyrir því að við gerum myndir eins og þessa. Svo fólk geti aðeins gleymt áhyggjum sínum og hlegið saman." Robert Downey Jr. Hefur marga fjöruna sopið. KVIKMYND UM FÍKNINA Robert Downey Jr. segir aö kvikmyndin Less than Zero hafi komið honum á kaf í fikniefnaneyslu. Leikarinn Robert Downey Jr. segir að leikur hans í kvikmyndinni Less than Zero frá árinu 1987 hafi verið kveikjan að fíkniefnaneyslu hans. Leikarinn segir að fyrir myndina hafi hann aðeins notað eiturlyf einstaka sinn- um, en eftir kvikmyndina, þar sem hann lék kókaínfíkil, hafi vandamál hans versnað. Leikarinn átti við gríðarlegt fíkniefnavandamál að etja og var settur bæði í fangelsi og í meðferð, en ekkert gekk. „Alveg þar til ég lék í þess- ari mynd tók ég mín eiturlyf eftir vinnu og um helgar. Hlutverkið sem ég lék var eins og að horfa inn í framtíð- ina. Ég varð svo sjálfur að ýktari útgáfu af persónunni sem ég lék," segir leikarinn, sem hefur nú snúið baki við eiturlyfjum. Hann hefur þó fundið sér nýlyf til að ánetj- ast, en það eru vítamín, bætiefni og fæðubótarefni. En í undirbúningi kvikmyndarinnar Iron Man þurfti Downey Jr. að koma sér í gott form. „Ég byrjaði meðal annars að nota kreatín frá Svíþjóð, löglegt efni og maður tútnar ekki of mikið út af því," segir leikarinn að lokum. ■ Stofnaður 1952 Listdansskóli Islands WL V Grunnskóladeild nemar fæddir 1999: Laugardaginn 3. maí, kl 15:00 Eldri nemendur mega mæta í prufutíma 25. ógúst - 15. september 2008 Forskóli nemar fæddir 2000 - 2003 Skróning hefst 1. september Staður: Engjateigur 1 105 Reykjavík Nónari upplýsingar: www.listdans.is 588 91 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.