Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 6

Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 6
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 1 6 ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM ári. Bjartari horfur en í októberspá sjóðsins má að mestu rekja til betri horfa meðal iðnríkja. Hagvaxtarhorfur fyrir helstu viðskipta- lönd Íslands hafa að sama skapi batnað. Nú er gert ráð fyrir 2% vexti í ár í stað 1,8% í nóvemberspánni. Horfur fyrir næsta ár hafa einnig lítillega batnað og er nú gert ráð fyrir 2,3% vexti en árið 2016 er spáð 2,4% hagvexti líkt og í nóvember. • Horfur eru á minni verðbólgu í helstu viðskiptalöndum Íslands en gert var ráð fyrir í síðustu Peningamálum. Mestu munar um evrusvæðið þar sem verðbólga í janúar mældist einungis 0,7%. Verðbólga mælist einnig lítil í Bandaríkjunum eða 1,5% í desember og í Bretlandi hefur hún hjaðnað tiltölulega hratt og var við 2% markmið Englandsbanka. Í Japan hefur verðbólga hins vegar aukist nokkuð hratt eftir þráláta verðhjöðnun og stóð í 1,6% í desember og hefur ekki verið meiri frá árinu 2008. • Stýrivextir á evrusvæðinu voru lækkaðir um 0,25 prósentur í 0,25% skömmu eftir útgáfu síðustu Peningamála í nóvember. Þá gaf Seðlabanki Evrópu til kynna að efnahagsreikningur bankans yrði hugsanlega notaður til að draga enn frekar úr taumhaldi peningastefnunnar ef þess gerðist þörf. Bandaríski seðlabankinn hefur hins vegar dregið úr skuldabréfakaupum sínum í ljósi batn- andi efnahagshorfa þar í landi. Þá ákvað Englandsbanki að halda vöxtum óbreyttum í febrúar en atvinnuleysi þar nálgast þau mörk sem bankinn hefur vísað í sem viðmiðunargildi fyrir að bankinn meti hvort tilefni sé til viðsnúnings til hærri vaxta. • Kastljós fjárfesta hefur á ný beinst að nýmarkaðsríkjum í kjölfar þess að bandaríski seðlabankinn hóf að draga úr skuldabréfa- kaupum sínum, áþekkt því sem gerðist sl. sumar þegar fyrstu vísbendingar um fyrirætlanir bankans um að draga úr örvunarað- gerðum komu fram. Fjármagn hefur flætt frá nýmarkaðsríkjum með tilheyrandi þrýstingi á gengi gjaldmiðla þeirra, auknum verð- bólguþrýstingi og hertari fjármálalegum skilyrðum. Nýmarkaðsríki með miklar erlendar skuldir og viðskiptahalla hafa orðið fyrir mestum áhrifum, eins og við er að búast, og hafa seðlabankar þeirra brugðist við með vaxtahækkunum og/eða inngripum á gjaldeyrismarkaði. Áhyggjur fjárfesta beinast þó ekki síður að efna hagshorfum í Kína og hættu á minnkandi hagvexti þar í landi, ekki síst sakir hugsanlegs fjármálalegs óstöðugleika í kjölfar örs útlánavaxtar utan bankakerfisins. • Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi sótt í sig veðrið í iðnríkjum og efna- hagsbatinn víða verið umfram væntingar, er óvissa um alþjóðlegar hagvaxtarhorfur áfram nokkur og óróleiki á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum hefur aukist á ný, sérstaklega í tengslum við fyrr- nefndan óróleika í nýmarkaðsríkjum. Hlutabréfaverð í iðnríkjum hefur hækkað talsvert sl. ár, t.d. hækkaði það um ríflega þriðjung í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu. Á sama tíma lækkaði það um 2% að meðaltali í nýmarkaðsríkjum. Samfara auknum óróleika á fjármálamörkuðum hafa sveiflur í hlutabréfaverði aukist á ný. • Þótt hagvaxtarhorfur í viðskiptalöndum Íslands hafi batnað lítillega er gert ráð fyrir að innflutningur í þessum löndum vaxi 1. Þegar vísitalan er undir 0 eru hagvísar verri en gert hafði verið ráð fyrir og á móti sýnir vísitala yfir 0 að hagvísar eru jákvæðari en gert hafði verið ráð fyrir. Vísitalan segir ekki til um hvort hagvísarnir séu jákvæðir eða neikvæðir. Heimild: Macrobond. Mynd 2 Vísitala um óvænta þróun hagvísa1 Daglegar tölur 1. janúar 2010 - 7. febrúar 2014 Vísitala Bandaríkin Evrusvæðið Nýmarkaðsríki -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 80 100 120 140 20122011 20132010 1. Byggt á spám 250 stofnana sem vegnar eru saman. Heimildir: Consensus Forecasts, Global Insight. % Mynd 3 Hagvaxtarspár fyrir árin 2014 og 20151 Marsspá 2013 Ágústspá 2013 Októberspá 2013 Janúarspá 2014 2014 2015 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 Br et la nd Ba nd ar ík in Ja pa n Ev ru sv æ ði ð Br et la nd Ba nd ar ík in Ja pa n Ev ru sv æ ði ð Heimild: Macrobond. 12 mánaða breyting (%) Mynd 4 Verðbólga meðal nokkurra iðnríkja Janúar 2004 - desember 2013 Bandaríkin Evrusvæðið Japan Bretland -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.