Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 12

Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 12
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 1 12 hagvaxtar á fyrstu níu mánuðum ársins var framlag utanríkisvið- skipta en útflutningur jókst um 4,2% á tímabilinu en innflutningur dróst saman um 1,9%. Framlag þjóðarútgjalda var hins vegar neikvætt en þau drógust saman um ½% frá sama tíma fyrra árs. Þann samdrátt má rekja til mikils samdráttar í fjárfestingu í skipum og flugvélum sem endurspeglaðist í rúmlega 7% samdrætti fjár- festingar en bæði einka- og samneysla jukust um tæplega 1½% á tímabilinu. • Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi reyndist umtalsvert meiri en spáð var í nóvemberútgáfu Peningamála en þá var reiknað með 2,5% vexti. Á fyrstu níu mánuðum ársins var hagvöxturinn einnig meiri en spáð var í nóvember þegar gert var ráð fyrir 2,3% hagvexti á tímabilinu. Frávikið felst helst í því að vöxtur útflutnings var meiri en spáð var ásamt því að innflutningur dróst meira saman en búist hafði verið við. Innlend eftirspurn þróaðist því í takt við spá bankans en framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar var umtalsvert hagstæðara en áætlað var. • Frá því að efnahagsbatinn hófst á öðrum ársfjórðungi 2010 hefur landsframleiðslan vaxið um tæplega 11% en hafði áður dregist saman um ríflega 12% frá því að hún var mest í aðdraganda fjár- málakreppunnar.4 Þetta er meiri bati en meðal helstu viðskipta- landa. Framan af leiddi vöxtur innlendrar eftirspurnar efnahags- batann, þá sérstaklega einkaneysla og atvinnuvegafjárfesting, en síðustu ársfjórðunga hefur framlag utanríkisviðskipta knúið áfram hagvöxtinn. • Einkaneysla jókst um 2,4% á þriðja fjórðungi frá sama tíma ársins á undan. Það er í ágætu samræmi við nóvemberspá bankans en þar var spáð 2,2% vexti. Hins vegar var einkaneyslan minni á fyrri hluta ársins samkvæmt endurskoðun Hagstofunnar. Vöxturinn á fyrstu þremur fjórðungum ársins var 1,3% en í nóvemberspá bankans var spáð 1,5% vexti. Leiðandi vísbendingar um þróun einkaneyslu gefa til kynna að vöxtur einkaneyslu á fjórða ársfjórð- ungi síðasta árs hafi verið á svipuðum nótum og á fjórðungnum á undan. Því er gert ráð fyrir að ársvöxturinn á fjórðungnum hafi verið 2,5% og að einkaneysla hafi vaxið um 1,6% á árinu í heild. • Horfurnar fyrir einkaneyslu í ár og á næstu árum litast af aðgerðum stjórnvalda vegna lækkunar húsnæðisskulda heimila enda fyrirséð að þær muni hafa nokkur áhrif á efnahagslega stöðu þeirra og þar með á útgjaldaákvarðanir. Hreinn auður heimila mun aukast og með auknu veðrými eykst geta þeirra til viðbótarlántöku til að fjármagna einkaneyslu. Heimilin geta einnig tekið aukinn auð út með því að endurfjármagna núverandi húsnæðislán og notað þá fjármuni til að fjármagna aukna einkaneyslu. Þau gætu einnig valið að ganga á annan sparnað í ljósi þess að hreinn auður þeirra í húsnæði hafi aukist. Skuldalækkunin dregur úr greiðslubyrði húsnæðislána sem eykur þá fjármuni sem heimilin hafa til ráð- stöfunar eftir að þau hafa greitt af húsnæðislánum. Á móti vegur Mynd 19 Þróun landsframleiðslunnar í kjölfar fjármálakreppunnar1 Vísitala, 3. ársfj. 2008 = 100 Ísland Evrusvæðið Bandaríkin Bretland Helstu viðskiptalönd 1. Árstíðarleiðrétt gögn fyrir Ísland koma frá Seðlabanka Íslands. Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands. 88 90 92 94 96 98 100 102 104 106 108 2013201220112010200920082007 Mynd 20 Einkaneysla og kaupmáttur ráðstöfunartekna 2000-20161 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2016. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 Kaupmáttur ráðstöfunartekna Einkaneysla ‘14 ‘16‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 4. Hér er miðað við árstíðarleiðréttingu Seðlabankans. Sjá rammagrein IV-1 í Peningamálum 2012/4 um ástæður þess að bankinn notast við eigið mat á árstíðarleiðréttri landsfram- leiðslu. Mynd 18 Framlag undirliða landsframleiðslu til efnahagsbata1 1. Frá fyrri hluta 2010 til 3. ársfj. 2013, árstíðarleiðréttar tölur. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -10 -5 0 5 10 15 Innflutningur Birgðabreytingar Samneysla Fjárfesting Einkaneysla Útflutningur Atvinnu- vegir Þjónusta Önnur fjárfesting ÞjónustaVörur Vörur Prósentur

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.