Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 23

Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 23
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 1 23 Viðauki 2 Efnahagsleg áhrif aðgerða stjórnvalda til lækkunar húsnæðisskulda heimila fyrir honum, en í hans stað greiðir ríkissjóður upp leiðréttingarhlutann með jöfnum afborgunum yfir fjögurra ára tímabil. Samkvæmt mati sér- fræðingahópsins er áætlað að verðtryggðar skuldir sem heimilin þurfa að standa skil á lækki strax um 72 ma.kr. en að kostnaður ríkissjóðs af þessum hluta aðgerðarinnar nemi um 80 ma.kr. sem dreifist yfir fjög- urra ára tímabil. Mismunurinn, 8 ma.kr., er vegna áfallinna vaxta og verðbóta, uppgreiðsluákvæða skuldabréfanna og mismunar markaðs- og nafnvirðis lánanna sem heimilin hefðu ella þurft að greiða. Eins og rakið er hér á eftir er ætlunin að fjármagna þennan hluta með skatti á fjármálafyrirtæki og bú fallinna fjármálafyrirtækja og eru ákvæði um fyrsta áfangann þegar í fjárlögum þessa árs. Lækkun verðtryggðra húsnæðisskulda með séreignarsparnaði og skattaívilnun Hinn hluti aðgerðarinnar gengur út á að heimila einstaklingum sem skulda húsnæðislán að nýta greiðslur sem ella rynnu inn í séreignar- lífeyrissjóði til þess að lækka höfuðstól lánanna. Í skýrslu sérfræðinga- hópsins er einnig nefnt að þeir sem ekki eiga húsnæði gætu ráðstafað séreignarlífeyrissparnaði sínum með sama hætti skattfrjálst inn á sér- staka húsnæðissparnaðarreikninga. Með þessum hluta aðgerðarinnar gefur ríkissjóður eftir tekjuskatt af allt að 4% iðgjaldi launþega og 2% mótframlagi launagreiðanda gegn því að þeim fjármunum sé varið til greiðslu inn á höfuðstól lánsins. Lagt er til að skattleysið sé takmarkað við 500 þ.kr. á ári á fjölskyldu og á úrræðið að gilda í þrjú ár. Sér- fræðingahópurinn leggur jafnframt til að aðgerðin takmarkist við þá sem voru með húsnæðislán fyrir 1. desember 2013, þótt það gæti reynst erfitt í reynd þar sem einnig er lagt til að þetta úrræði standi leigjendum til boða. Umfang aðgerðarinnar er metið vera 70 ma.kr. af sérfræðingahópnum.2 Hlutur ríkissjóðs í gegnum skattaeftirgjöfina er því um 28 ma.kr. (þ.e. 40% af 70 ma.kr.) en afgangurinn, 42 ma.kr., er eigið framlag lífeyrissparenda til lækkunar á eigin skuldum.3 Heildarumfang skuldaaðgerðarinnar Sérfræðingahópurinn áætlar að heildarumfang aðgerðarinnar nemi 150 ma.kr. sem dreifist yfir fjögurra ára tímabil. Þar af leggja stjórnvöld samtals til 108 ma.kr. (þ.e. 80 ma.kr. vegna lækkunar höfuðstóls hús- næðisskulda og 28 ma.kr. vegna fyrrgreinds skattfrelsis séreignarsparn- aðar) en 42 ma.kr. koma úr séreignarlífeyrissparnaði húsnæðislántak- enda. Eins og sjá má á mynd 1 samsvarar umfang aðgerðarinnar u.þ.b. 8½% af áætlaðri landsframleiðslu síðasta árs eða 15½% af einkaneyslu og um 17½% af áætluðum ráðstöfunartekjum heimilanna. Þar af sam- 2. Misræmis gætir í skýrslu sérfræðingahópsins um stærðargráðu þessa hluta. Á bls. 7 (for- sætisráðuneytið, 2013) er talað um að skuldalækkunin vegna þessa hluta aðgerðarinnar nemi 70 ma.kr., og er þessi tala jafnan notuð í almennri umræðu um skuldaaðgerðina. Á bls. 45-46 er hins vegar talað um að séreignarsparnaðarleiðin muni lækka skuldir þeirra sem nú þegar nýta sér leiðina um 67 ma.kr. og skuldir þeirra sem kæmu nýir í hana um 15 ma.kr., eða samtals 82 ma.kr. Í greiningu bankans er kosið að miða við fyrri töluna þar sem hún virðist vera til viðmiðunar hjá stjórnvöldum við mat á umfangi aðgerðarinnar. 3. Hér er miðað við að ef þessi sparnaður hefði verið greiddur út líkt og annar viðbótarsparn- aður hefði hann verið skattlagður eins og um væri að ræða tekjur sem fallið hefðu undir miðþrep tekjuskattsins eins og hann er árið 2014. Um þessa forsendu ríkir ákveðin óvissa þar sem hluti teknanna kann að lenda í lægra skattþrepi og hluti kann að lenda í hærra þrepi. Ólíkar forsendur um jaðarskattþrep þessa sparnaðar breyta þó litlu um meginniður- stöðuna. Heimildir: Forsætisráðuneytið (2013), Seðlabanki Íslands. % Mynd 1 Umfang skuldalækkunaraðgerða Hlutfall af áætluðum hagstærðum 2013 Lækkun fjármögnuð af stjórnvöldum Lækkun vegna skattatilfærslu í tengslum við aukinn séreignarsparnað Lækkun í gegnum eigin séreignarsparnað 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 % af skuldum heimila % af ráðst.tekjum % af einkaneyslu % af VLF

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.