Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 29

Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 29
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 1 29 Heimild: Seðlabanki Íslands. Ma.kr. Prósentur Mynd 6 Áhrif skuldalækkunaraðgerða á laust fé í umferð og langtíma markaðsvexti Aukning virks peningamagns vegna bankaskatts (v. ás) Áhrif lausafjáraukningar á markaðsvexti (h. ás) 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 -0,26 -0,24 -0,22 -0,20 -0,18 -0,16 -0,14 -0,12 -0,10 -0,08 2017201620152014 aukning M3 um 0,23 prósentna lækkun markaðsvaxta á tímabilinu.8 Samkvæmt einkaneyslujöfnu þjóðhagslíkansins ætti þessi vaxtalækkun að auka einkaneyslu að öðru óbreyttu um ¼ úr prósentu. Innstæður búanna sem eru með fulla bindingu duga þó eingöngu fyrir skattinum fyrstu árin og því eru áhrifin á laust fé í umferð tiltölulega framhlaðin, eins og sjá má á mynd 6. Við mat á efri og neðri mörkum þessara lausafjáráhrifa er horft til staðalfráviks stikamats vaxtaáhrifa í peningaeftirspurnarjöfnu þjóð- hagslíkansins. Samkvæmt því nema efri mörk lausafjáráhrifanna 0,37 prósentna lækkun en neðri mörkin 0,17 prósentna lækkun vaxta. Stærð þeirra er hins vegar háð töluverðri óvissu, m.a. vegna óvissu um hve rúm útlánageta lánastofnana er nú þegar. Áhrif á launakostnað atvinnurekenda Við það að fleira launafólk leggur hluta launa sinna í séreignarsparnað hækkar mótframlag launagreiðenda. Miðað við fyrrgreindar forsendur um aukna þátttöku í séreignarsparnaði má ætla að aukið mótframlag hækki heildarlaunakostnað fyrirtækja um 1,3 ma.kr. á ári í þrjú ár eða sem svarar 0,2% af heildarlaunakostnaði. Launakostnaður á fram- leidda einingu hækkar því sem þessu nemur og ætti að auka verðbólgu lítillega að öðru óbreyttu. Fyrirtæki gætu þó einnig brugðist við hærri launakostnaði með því að hægja á ráðningum sem vega myndu á móti áhrifum á eftirspurn og verðbólgu.9 Gert er ráð fyrir að efri og neðri mörk þessara áhrif liggi á bilinu 0,16-0,23% miðað við mismunandi for- sendur um áhrif aðgerðarinnar á þátttöku launafólks í séreignarsparnaði. Efnahagsleg áhrif aðgerðarinnar: heildaráhrif Mynd 7 sýnir mat á heildaráhrifum skuldalækkunaraðgerðarinnar á innlenda eftirspurn (einkaneyslu, fjárfestingu og þjóðarútgjöld), hag- vöxt og framleiðsluspennu. Einnig eru sýnd áhrif á viðskiptajöfnuð, gengi krónunnar og verðbólgu. Loks eru sýnd áhrif aðgerðarinnar á vexti Seðlabankans, en áhrifin á þjóðarbúskapinn byggjast á þeirri for- sendu að vextir bankans bregðist við í samræmi við peningastefnu- reglu þjóðhagslíkansins.10 Án þessara viðbragða yrðu áhrifin á eftir- spurn og verðbólgu enn meiri. Til að draga fram þá óvissu sem ríkir um áhrif aðgerðarinnar sýna myndirnar þrjú dæmi, þ.e. það dæmi sem talið er líklegast, auk bils tveggja fráviksdæma þar sem gert er ráð fyrir meiri og minni áhrifum af aðgerðinni. Myndirnar sýna í öllum tilvikum frávik frá grunndæmi án skuldalækkunaraðgerðar stjórnvalda. Eins og sjá má á mynd 7-a er talið að skuldalækkunaraðgerðin muni valda því að einkaneysla aukist töluvert hraðar á næstu árum 8. Sjá Ásgeir Daníelsson o.fl. (2009). Notast er við langtímajafnvægi uppfærðs mats peninga- eftirspurnarjöfnunnar sem er hluti af útgáfu 3,0 af þjóðhagslíkaninu sem gefin verður út fljótlega. 9. Vinnuframboð gæti einnig aukist ef fleiri fara á vinnumarkað til að nýta sér tímabundið skattahagræði séreignarsparnaðar. Erfitt er að leggja mat á mögulega stærðargráðu þessara áhrifa en lág fjárhæð skattahagræðisins gefur þó varla tilefni til að ætla að þessi áhrif séu stórvægileg. 10. Peningastefnuregla þjóðhagslíkansins er einföld, framsýn Taylor-regla þar sem vextir bank- ans ráðast af væntri þróun verðbólgu og framleiðsluspennu, auk þess sem sögulegir vextir vega nokkuð þungt og endurspegla hefðbundna tregðu í vaxtabreytingum seðlabanka. Rétt er að hafa í huga að í mati á áhrifum skuldalækkunarinnar er ekki gert ráð fyrir að þau hafi áhrif á verðbólguvæntingar til mjög langs tíma (sem ráðast af verðbólgumarkmiði bankans).

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.