Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 15

Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 15
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 1 15 festingar í stað tæplega 9% í nóvemberspánni. Spáin um þróun íbúðafjárfestingar er lítið breytt frá síðustu spá. Á spátímabilinu er talið að fjármunamyndun í heild muni aukast um 13½% að meðaltali í stað 10% í nóvemberspánni og hlutfall fjárfestingar af landsframleiðslu fari úr 13½% í fyrra í 17½% árið 2016 sem þó er um 2½ prósentu lægra hlutfall en meðaltal síðustu þrjátíu ára. • Eins og fyrr segir var hagvöxtur milli ára á þriðja ársfjórðungi síðasta árs 4,9% og 3,1% á fyrstu þremur fjórðungum ársins. Áætlað er að landsframleiðslan hafi vaxið um 2,7% milli ára á síðasta fjórðungi ársins og má rekja hagvöxtinn til aukinna þjóðar- útgjalda og meira framlags utanríkisviðskipta. Gangi áætlunin eftir var hagvöxtur 3% á síðasta ári. Samkvæmt nýjustu tölum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins var það eina tilvikið á meðal þróuðustu ríkja heimsins þar sem hagvöxtur náði 3% á því ári. • Gert er ráð fyrir að hagvöxtur í ár verði 2,6%, líkt og spáð var í nóvember. Vegast þar á annars vegar meiri vöxtur þjóðarútgjalda drifinn áfram af kröftugum vexti einkaneyslu og hins vegar hægari vöxtur útflutnings vegna lakari horfa um loðnuveiði og minni álútflutnings. Hagvöxtur þessa árs verður því í meira mæli drifinn áfram af innlendri eftirspurn en framlag utanríkisviðskipta verður töluvert minna. • Á næsta ári er einnig gert ráð fyrir því að efnahagsþróunin endur- spegli enn frekar þær viðamiklu aðgerðir sem stjórnvöld hafa boðað í skuldamálum heimila en það ár verður fyrsta heila árið sem áhrifanna gætir. Svipuð staða verður því uppi þegar þessi spá er borin saman við nóvemberspána, einkaneysla verður meiri og utanríkisviðskipti skila minna til landsframleiðslunnar. Á heildina litið er spáð að hagvöxtur næsta árs verði 3,7%. Árið 2016 er síðan gert ráð fyrir um 3% hagvexti og munar þar mestu um tilfærslu framkvæmda í orkufrekum iðnaði yfir á það ár. Gangi spáin eftir verður hagvöxtur 3,1% að meðaltali á spátímanum. Er það umfram meðalhagvöxt síðustu þrjátíu ára og þó nokkru meiri vöxtur en spáð er að meðaltali í helstu viðskiptalöndum. • Í ljósi þess að hagvöxtur er nú talinn hafa verið nokkru meiri á síðasta ári en áður var spáð er einnig gert ráð fyrir að fram- leiðsluslakinn hafi minnkað meira en áætlað var í nóvember og hafi verið tæplega 1% af framleiðslugetu í stað ríflega 1%. Sem fyrr er gert ráð fyrir að slakinn minnki er líður á þetta ár og verði nánast horfinn í lok ársins og frá næsta ári fari framleiðsluspenna smám saman að myndast. Spennan nær hámarki um mitt ár 2016 í tæplega 1½% af framleiðslugetu en tekur síðan að minnka á ný, m.a. fyrir tilstilli harðara taumhalds peningastefnunnar. Áfram verður þó nokkur framleiðsluspenna til staðar í lok spátímans. Það eru talsvert breyttar horfur frá nóvember en þá var talið að slakinn hyrfi ekki úr þjóðarbúinu fyrr en á seinni hluta næsta árs. Rétt er að hafa í huga að matið á framleiðslugetu þjóðarbúsins er háð mikilli óvissu. • Samkvæmt niðurstöðum Vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar var vinnuaflseftirspurn töluvert meiri á síðasta fjórðungi ársins 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2016. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd 25 Hagvöxtur á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum 2008-20161 Breyting milli ára (%) Ísland Helstu viðskiptalönd -8 -6 -4 -2 0 2 4 201620152014201320122011201020092008 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2016. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Prósentur Mynd 26 Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar 2010-20161 Vöruviðskipti Þjónustuviðskipti Utanríkisviðskipti -2,0 -1,5 -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 2016201520142013201220112010

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.