Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 33

Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 33
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 1 33 hversu trúverðug þau verða talin. Til að endurspegla þessa óvissu eru sýnd tvö fráviksdæmi með meiri og minni áhrifum en í megindæminu. Samkvæmt því virðist heldur líklegra að áhrifin verði meiri en hér hefur verið rakið en að þau verði minni. Óvissan er hins vegar líklega meiri en bil þessara tveggja dæma gefur til kynna þar sem óvissubilið tekur ekki tillit til óvissu tengdri þjóðhagslíkaninu sjálfu og hversu vel það nær utan um áhrif eins umfangsmikillar aðgerðar og þessarar. Að lok- um er rétt að hafa í huga að við mat á áhrifum skuldaaðgerðannar er ekki tekið tillit til hugsanlegra aðgerða stjórnvalda til að milda neikvæð áhrif aðgerðarinnar en allar mótvægisaðgerðir stjórnvalda til að draga úr eftirspurnaráhrifum skuldalækkunarinnar myndu að öðru óbreyttu draga úr verðbólguþrýstingi af þeirra völdum og þörf fyrir viðbrögð peningastefnunnar. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að peninga- stefnuviðbrögðin sem hér er lýst þurfa ekki endilega að endurspegla skoðun peningastefnunefndar Seðlabankans á því hvernig best er að beita peningastefnunni til að bregðast við áhrifum aðgerðanna. Pen- ingastefnan er alltaf mótuð á grundvelli heildarmats á ástandi og horf- um í efnahagsmálum hverju sinni. Áhrif skuldalækkunaraðgerða verða aðeins hluti af þeirri mynd og ekki auðgreinanleg frá öðrum áhrifum. Það að þessi greining sýni að skuldalækkunaraðgerðirnar leiði til þess að vextir verða um hríð hærri en ella gefur því rökrænt séð enga vissu fyrir því í hvora áttina og hve mikið vextir breytast á hverjum tíma. Heimildir Analytica (2013), „Þjóðhagsleg áhrif tillagna um aðgerðir til leiðréttingar verð- tryggðra húsnæðislána“. Analytica, nóvember 2013. Ásgeir Daníelsson, Magnús F. Guðmundsson, Svava J. Haraldsdóttir, Þorvarður Tjörvi Ólafsson, Ásgerður Ó. Pétursdóttir, Þórarinn G. Pétursson og Rósa Sveinsdóttir (2009), „A quarterly macroeconomic model of the Icelandic Economy“. Seðlabanki Íslands Working Paper nr. 41. Carroll, C. D., M. Otsuka og J. Slacalek (2011), „How large are the housing and financial wealth effects? A new approach“. Journal of Money, Cre- dit, and Banking, 43, 55-79. Davis, M., og M. Palumbo (2001), „A primer on the economics and time series econometrics of wealth effects“. Federal Reserve Board Finance and Economics Discussion Papers, nr. 2001-09. Forsætisráðuneytið (2013), „Höfuðstólslækkun húsnæðislána“. Forsætisráðu- neytið, nóvember 2013. Friedman, M., (1957), „The permanent income hypothesis“. Í bókinni A Theory of the Consumption Function, ritstjóri M. Friedman. Princeton University Press. Gilchrist, S., og E. Zakrajsek (2013), „Credit supply shocks and economic activity in a financial accelerator model“. Í bókinni Rethinking the Financial Crisis, ritstjórar A. S. Blinder, A. W. Lo og R. M. Solow. Russel Sage Foundation. Sousa, R. M., (2009), „Wealth effects on consumption: Evidence from the Euro Area“. European Central Bank Working Paper Series nr. 1050. Þorvarður Tjörvi Ólafsson og Karen Á. Vignisdóttir (2012), „Households‘ posi- tion in the financial crisis in Iceland“. Seðlabanki Íslands Working Paper nr. 59.

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.