Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 27

Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 27
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 1 27 unnar. Ef launamaður ákveður að auka greiðslur í séreignarlífeyrissjóð til að nýta skattaafslátt aðgerðarinnar með greiðslu inn á höfuðstól lána kemur sú greiðsla því til frádráttar við inngreiðslu en þar sem hún er ekki til frjálsrar ráðstöfunar er henni ekki bætt við þegar hún greiðist út. Aukið framlag launafólks í séreignarsparnað verður því til þess að mældar ráðstöfunartekjur lækka sem nemur viðbótarframlaginu. Við mat á áhrifum séreignarsparnaðarhluta aðgerðarinnar á ráð- stöfunartekjur er byggt á þeirri forsendu stjórnvalda að heildarumfang þessa hluta aðgerðarinnar nemi 70 ma.kr. Miðað við að meðalhlut- fall greiðslu í séreignarsparnað þeirra sem í dag skulda húsnæðislán og borga í séreignarsjóð hækki um 1½ prósentu á miðju þessu ári og að aukin þátttaka leiði til um 13 ma.kr. sparnaðar (með mótframlagi launagreiðanda) mun framlag heimilanna til að auka þennan sparnað nema 8 ma.kr. á ársgrundvelli. Þar af eru ríflega 3 ma.kr. niðurfelldir skattar. Mynd 5 sýnir áætluð heildaráhrif aðgerðarinnar á ráðstöfunar- tekjur eins og þær eru mældar í ráðstöfunaruppgjöri Hagstofunnar. Áhrifin eru lítil sem engin framan af, þar sem aukið framlag í lífeyris- sparnað vegur upp léttari vaxtabyrði lána. Frá árinu 2017 eru áhrifin meiri, en þá fara saman vaxandi áhrif léttari vaxtabyrði og minnkandi áhrif aukins framlags í séreignarsparnað. Eru áhrif aukins framlags í séreignarsparnað horfin árið 2018 þegar ráðstöfunartekjur hafa hækk- að um sem nemur 1% af áætluðum tekjum ársins 2013. Myndin sýnir einnig áhrif aðgerðarinnar á „handbært fé“ heimilanna en þar bætast við áhrif minni afborgana af lánum á fjárhag þeirra. Áhrifin á handbært fé eru því heldur meiri en áhrifin á mældar ráðstöfunartekjur. Við mat á beinum áhrifum breytingar ráðstöfunartekna á einka- neysluáform heimila þarf að hafa í huga að áhrifin á ráðstöfunartekjur fela að hluta í sér aukinn hvata til ákveðinnar tegundar sparnaðar sem mælist til frádráttar á ráðstöfunartekjum. Ekki er víst að sá hvati leiði til þess að hreinn sparnaður heimila aukist þar sem þau geta dregið úr öðrum sparnaði á móti. Því gætu beinu ráðstöfunartekjuáhrifin van- metið áhrif aðgerðarinnar á útgjaldaáform heimilanna, sérstaklega framan af. Að einhverju leyti munu hin endanlegu áhrif ráðast af stöðu þeirra heimila sem njóta skuldalækkunarinnar. Ekki liggja fyrir nægilega góðar upplýsingar um það hvernig áhrif aðgerðarinnar dreifast á heim- ilin eftir tekjum þeirra og eignum. Þó virðist ljóst að nokkur hluti niður- greiðslunnar mun fara til heimila sem standa ágætlega fjárhagslega, hafa greiðan aðgang að lánsfé og geta boðið traust veð. Þessi heimili eru því óháðari breytingum á tekjum og handbæru fé á hverjum tíma en þau heimili sem skulda mjög mikið (sjá t.d. niðurstöður rannsóknar Þorvarðar Tjörva Ólafssonar og Karenar Á. Vignisdóttur, 2012). Fjár- hæðartakmörk séreignarsparnaðarhluta aðgerðarinnar eru einnig þess eðlis að heimili þurfa að auka séreignarsparnað mismikið til þess að fullnýta skattahagræðið sem þeim stendur til boða í þessari leið. Þessu til viðbótar eru vísbendingar um að heimili hafi beðið með ýmis neyslu- útgjöld, sérstaklega tengd stærri útgjöldum, á meðan óvissa var um boðaðar aðgerðir stjórnvalda til lækkunar húsnæðisskulda. Nú þegar þessar aðgerðir liggja fyrir og óvissa um efnahagsreikninga heimila hefur minnkað, má ætla að einhver hluti heimila ráðist í neysluútgjöld sem beðið hafði verið með. Það kæmi fram í uppsöfnuðum áhrifum á Heimildir: Analytica (2013), Forsætisráðuneytið (2013), Seðlabanki Íslands. % af áætluðum ráðstöfunartekjum 2013 Mynd 5 Áhrif skuldalækkunaraðgerða á ráðstöfunar- tekjur og handbært fé heimilanna Minni greiðslubyrði vegna minni vaxtabyrði Minni greiðslubyrði vegna lægri höfuðstólsgreiðslu Lækkun ráðstöfunartekna vegna hækkunar á framlagi launþega í séreignarsparnað Heildaráhrif á ráðstöfunartekjur Heildaráhrif á handbært fé -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 20182017201620152014

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.