Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 14

Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 14
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 1 14 fjárlagafrumvarp gerði ráð fyrir. Tekjur og gjöld eru jafnframt áætluð 25 ma.kr. hærri vegna aðgerða til lækkunar verðtryggðra skulda heimilanna sem komu fram í þriðju umræðu um fjárlögin. Samkvæmt fjárlögum verður afgangur af heildarjöfnuði 0,9 ma.kr. en afgangur af frumjöfnuði 57,5 ma.kr. Fjáraukalög voru einnig samþykkt en halli á rekstri ríkisins samkvæmt fjárlögum ársins 2013 átti að nema 3,7 ma.kr. en er nú áætlaður 19,7 ma.kr. Áður hafði fjármála- og efnahagsráðuneytið áætlað að hallinn gæti orðið 30 ma.kr. • Fjárfesting á þriðja ársfjórðungi jókst um 5,3% frá fyrra ári. Þetta er heldur minni aukning en áætlað var í nóvember, en þá var spáð tæplega 7% aukningu. Á fyrstu níu mánuðum ársins dróst fjárfest ing saman um 7,1% sem er í takt við nóvemberspá bankans. Íbúða fjárfesting og fjárfesting hins opinbera jókst milli ára á tímabilinu en atvinnuvegafjárfesting dróst saman um rúm 13%. Þróunin í at vinnuvegafjárfestingu er að miklu leyti til komin vegna mikils samdráttar í fjárfestingu í skipum og flug- vélum. Stóriðjufjárfesting var þó minni en búist var við en almenn atvinnu vegafjárfesting var meiri. • Í þessari spá er áætlað að atvinnuvegafjárfesting á síðasta ári hafi dregist saman um tæplega 12% frá fyrra ári og að fjár- festing í heild hafi dregist saman um 4,3% sem er lítil breyting frá nóvember. Samdráttur atvinnuvegafjárfestingar er þó rúmlega 2 prósentum minni en búist var við í nóvember en á móti kemur að nú er áætlað að vöxtur íbúðafjárfestingar og fjárfestingar hins opinbera hafi verið heldur minni en spáð var í nóvember. • Horfur eru á að fjárfesting atvinnuveganna verði minni á þessu ári samanborið við það sem gert var ráð fyrir í nóvemberspá bankans. Það helgast aðallega af því að nú er gengið út frá u.þ.b. árs seinkun á fjárfestingu í tengslum við álver í Helguvík sem veldur því að fjárfesting í orkufrekum iðnaði verður minni í ár en áður hafði verið áætlað. Á hinn bóginn er búist við að almenn atvinnu- vegafjárfesting aukist um rúmlega 13% samanborið við 10% vöxt í nóvemberspánni auk þess sem nú er gert ráð fyrir meiri fjárfestingu í skipum og flugvélum en í nóvember. Þessir liðir ná þó ekki að vega upp breytinguna í áætluninni um stóriðjutengda fjárfestingu og er búist við tæplega 1% vexti atvinnuvegafjár- festingar á árinu í stað 5% vaxtar í nóvember. • Á næsta ári er einnig útlit fyrir að vöxtur atvinnuvegafjárfestingar verði umtalsvert minni en gert var ráð fyrir í nóvember. Það má rekja til minni almennrar atvinnuvegafjárfestingar og meiri sam- dráttar fjárfestingar í skipum og flugvélum. Á móti þessu vegur að stóriðjutengd fjárfesting vex meira en áður vegna fyrr- greindrar tilfærslu framkvæmda milli ára. Gangi spáin eftir mun atvinnuvegafjárfesting aukast um fjórðung á næsta ári í stað 31% í nóvember en á móti verður vöxturinn meiri árið 2016 þar sem þungi stóriðjutengdrar fjárfestingar hefur færst yfir á það ár. • Eins og fyrr segir er áætlað að fjárfesting í heild hafi dregist saman um 4,3% á síðasta ári. Á þessu ári er spáð um 5½% vexti fjár- Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 24 Hagvöxtur og framlag undirliða 2010-20161 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2016. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Einkaneysla Samneysla Fjármunamyndun -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 2016201520142013201220112010 Birgðabreytingar Utanríkisviðskipti Landsframleiðsla 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2016. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 22 Þróun fjármunamyndunar og framlag helstu undirliða hennar 2010-20161 Fjármunamyndun alls Atvinnuvegir án stóriðju, skipa og flugvéla Stóriðja -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 2016201520142013201220112010 Skip og flugvélar Íbúðarhúsnæði Hið opinbera Mynd 23 Fjárfesting í hlutfalli af VLF 2008-20161 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2016. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Atvinnuvegafjárfesting PM 2014/1 Atvinnuvegafjárfesting PM 2013/4 Heildarfjárfesting PM 2014/1 Heildarfjárfesting PM 2013/4 0 5 10 15 20 25 201620152014201320122011201020092008

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.