Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 25

Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 25
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 1 25 stærðir sem endurspeglar líklegustu stærðargráðu hvers áhrifaþáttar. Einnig eru sýnd tvö fráviksdæmi sem endurspegla hugsanleg efri og neðri mörk áhrifanna. Eins og áður hefur komið fram er gert ráð fyrir að aðgerðin sé að fullu fjármögnuð með fyrrgreindum bankaskatti í samræmi við áform stjórnvalda. Því er ekki gert ráð fyrir að væntingar skapist um að mæta þurfi kostnaði við aðgerðina með skattheimtu á heimilin síðar meir (sem leiði til þess að þau leggi sérstaklega fyrir til að mæta hugsanlegri skattheimtu síðar meir, sk. Ricardian­jafngildisáhrif). Ekki er heldur gert ráð fyrir að aðgerðin muni draga það mikið úr arð- semi starfandi fjármálafyrirtækja að þau bregðist við með því að auka vaxtamun inn- og útlána til að fjármagna þann kostnað sem þau verða fyrir í kjölfar aðgerðarinnar. Aukist vaxtamunur að ráði gæti það hins vegar myndað eitthvert mótvægi við eftirspurnaráhrif aðgerðanna. Um allar þessar forsendur ríkir hins vegar nokkur óvissa. Auðsáhrif Tilfærsla stjórnvalda til heimilanna veldur því að hreinn auður heim- ila (þ.e. eignir umfram skuldir) eykst. Að öðru óbreyttu ætti það að auka útgjaldavilja og -getu þeirra. Aukinn hreinn auður gerir heimilum kleift að taka viðbótarlán til að fjármagna aukna einkaneyslu þar sem veðrými þeirra hefur aukist.6 Þau gætu einnig valið að ganga á annan sparnað í ljósi þess að hreinn auður þeirra í húsnæði hafi aukist. Samkvæmt þjóðhagslíkani Seðlabankans eru bein auðsáhrif á einkaneyslu tiltölulega hófleg: fyrir hverjar 100 kr. í aukinn auð eykst einkaneysla til lengri tíma um u.þ.b. 5½ kr.7 Stærðargráðan er í ágætu samræmi við niðurstöður alþjóðlegra rannsókna, en samkvæmt þeim eru auðsáhrifin yfirleitt á bilinu 3-10 kr. fyrir hverjar 100 kr. í aukinn auð (sjá t.d. Davis og Palumbo, 2001, Carroll, Otsuka og Slacalek, 2011, og Gilchrist og Zakrajsek, 2013). Eins og áður hefur verið fjallað um er gert ráð fyrir að skuldir sem heimilin þurfa að greiða af lækki strax um 72 ma.kr. Þessu til viðbótar eiga skuldir heimila að lækka um 70 ma.kr. með notkun eigin séreign- arlífeyrissparnaðar heimilanna. Eins og áður hefur komið fram er þessi hluti aðgerðarinnar talinn fela í sér u.þ.b. 28 ma.kr. skattatilfærslu til heimilanna þar sem ríkissjóður gefur eftir skatttekjur af útgreiðslu sér- eignarsparnaðarins. Afganginn, þ.e. 42 ma.kr., fjármagna heimilin því sjálf með séreignarsparnaði sínum. Á samstæðugrunni, þ.e. þar sem eign heimilanna í lífeyrissjóðunum er tekin með í efnahagsreikningi heimilanna, ætti því hreinn auður að aukast samtals um 100 ma.kr. Í tölum Hagstofu Íslands um opinbert bókhald heimilanna, sem miðað er við í þjóðhagslíkani Seðlabankans, er lífeyriseign þeirra hins vegar ekki tekin með og því mælist eignaaukningin meiri eða 142 ma.kr. (þ.e. 72 ma.kr. eignatilfærslu strax og 70 ma.kr. viðbótaráhrif sem dreifast yfir þetta og næstu þrjú ár, sjá mynd 4). Rétt er að hafa í huga að þótt hreinn auður heimila að meðtalinni lífeyriseign aukist um 100 ma.kr., eykst hrein eign þeirra sem er veðhæft andlag fyrir lántöku um 142 6. Á bls. 51 í skýrslu sérfræðingahópsins (forsætisráðuneytið, 2013) er rætt um mögulegar aðgerðir til að takmarka getu heimilanna til endurfjármögnunar húsnæðislána en hug- myndin er ekki nánar útfærð. Reynslan bendir þó til þess að erfitt sé að koma í veg fyrir að aukinn auður leiði til aukinnar einkaneyslu ef það er vilji heimilanna. 7. Sjá Ásgeir Daníelsson o.fl. (2009). Notast er við uppfært mat einkaneyslujöfnunnar sem er hluti af útgáfu 3,0 af þjóðhagslíkaninu sem gefin verður út fljótlega. Heimildir: Forsætisráðuneytið (2013), Seðlabanki Íslands. Ma.kr. Mynd 4 Skuldalækkun heimila Aukning hreins auðs á ári Uppsafnað framlag ríkissjóðs til aukins auðs Uppsafnað framlag eigin lífeyrissjóðs til aukins auðs 0 20 40 60 80 100 120 140 160 2017201620152014

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.