Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 19

Peningamál - 01.02.2014, Blaðsíða 19
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 1 19 bólga verði um 3,5% eftir tvö ár. Verðbólguvæntingar þeirra til lengri tíma litið hafa hins vegar ekki breyst frá síðustu könnun og gera þeir áfram ráð fyrir að verðbólga verði um 4% að meðaltali næstu tíu ár. Væntingar heimila og fyrirtækja um verðbólgu næstu missera hafa lítið breyst – en það gæti endurspeglað að kannanir á væntingum þeirra voru gerðar fyrir niðurstöðu kjarasamninga og verðbólgumælingu janúarmánaðar. • Vegna mikillar hækkunar vísitölu neysluverðs í febrúar í fyrra er útlit fyrir að ársverðbólgan minnki enn frekar í febrúar og að hún verði við eða mjög nálægt 2,5% verðbólgumarkmiði bankans. Gert er ráð fyrir að verðbólgan fari í 2,7% á fyrsta árs- fjórðungi, sem er um ½ prósentu minni verðbólga en spáð var í Peningamálum í nóvember. Samkvæmt spánni verður verðbólgan á svipuðu róli það sem eftir lifir árs. Vegast þar á áhrif minni verðbólgu í upphafi spárinnar, hærra gengis krónunnar og minni hækkunar launakostnaðar á framleidda einingu en spáð var í nóvember og áhrif minni framleiðsluslaka. • Eins og áður hefur verið rakið er því spáð að framleiðsluspenna taki að myndast á næsta ári og fara vaxandi fram undir seinni hluta árs 2016. Gangi það eftir er útlit fyrir að verðbólga aukist á ný snemma á næsta ári og verði orðin meiri en 3% á næstu tveimur árum en taki að hjaðna á ný í lok spátímans, m.a. fyrir tilstilli stífara taumhalds peningastefnunnar. Verðbólga verður þó enn tæplega ½ prósentu yfir verðbólgumarkmiðinu í lok spátím- ans, enda enn nokkur framleiðsluspenna þá til staðar en þá leggst á eitt að áhrif skuldaaðgerða stjórnvalda ná hámarki og nokkur þungi verður í efnahagsumsvifum í tengslum við framkvæmdir í orkufrekum iðnaði. • Mikil óvissa er um verðbólguhorfur, m.a. vegna óvissu um niður- stöðu kjarasamninga, óvissu um þróun gengis krónunnar og áhrif skuldalækkunaraðgerða og annarra aðgerða stjórnvalda til að örva eftirspurn. Einnig er mikil óvissa um framgang áætlana um uppbyggingu í orkufrekum iðnaði á næstu árum og um fram- leiðslugetu þjóðarbúsins. Það eykur óvissuna enn frekar að þótt verðbólguvæntingar hafi lækkað aðeins undanfarið eru þær enn nokkuð yfir verðbólgumarkmiðinu. Til að endurspegla óvissuna í grunnspánni sýnir mynd 38 mat á líkindadreifingu verðbólguspár- innar. Myndin sýnir bil sem eru þannig að 50%, 75% og 90% líkur eru á að verðbólga verði innan viðkomandi bils á spátíman- um. Samkvæmt matinu á líkindadreifingunni eru um helmings líkur á að verðbólga verði á bilinu 2-3,3% á síðasta fjórðungi þessa árs og á bilinu 1,9-4% í lok spátímans. Óvissuþættir verðbólguspár- innar eru í meginatriðum þeir sömu og í nóvemberspánni en nú er talið að óvissubilið sé nokkurn veginn samhverft í stað þess að vera skekkt upp á við í nóvember. Mynd 36 Verðbólga, kjarnaverðbólga og langtímaverðbólguvæntingar Janúar 2010 - janúar 2014 % Verðbólga Kjarnaverðbólga 3 án skattaáhrifa Verðbólguálag næstu 5 ára Verðbólguálag næstu 5 ára eftir 5 ár Verðbólgumarkmið Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2013201220112010 Mynd 37 Verðbólga og verðbólguvæntingar 1. ársfj. 2010 - 1. ársfj. 2014 % Verðbólga Verðbólguvæntingar heimila Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja1 Verðbólguvæntingar markaðsaðila Verðbólgumarkmið 1. Mælingar á verðbólguvæntingum fyrirtækja voru framkvæmdar óreglulega fram að þriðja ársfjórðungi 2006 og því er brúað á milli mælinga fram að því. Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 ‘142013201220112010 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 38 Verðbólguspá og óvissumat PM 2014/1 Verðbólgumarkmið 50% líkindabil 75% líkindabil 90% líkindabil 2012 2013 2014 2015 2016 0 1 2 3 4 5 6 7

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.