Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 4

Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 4
4 GLÓÐAFEYKIR Enda þótt þenna stofnfund sætu eigi fulltrúar úr Fljótum, þ. e. Floltshreppi hinum forna, né heldur úr Fellshreppi, þá voru þó þessir hreppar með þegar í upphafi. Félagið náði því yfir Skaga- fjarðarsýslu alla og auk þess Bólstaðarhlíðarhrepp í Húnavatnssýslu. Kaupfél. Skagf. var ekki fyrsti vísirinn að félagsverzlun í Skaga- firði. Aður höfðu þrjú félög starfað í sama skyni, en orðið skammlíf öll. Hið fyrsta þeirra var Félagsverzlunin við Húnaflóa, eða Húna- flóafélagið, er svo var kallað. Það var stofnað 1869 og starfaði til 1875. Það hafði höfuðstöðvar sínar á Borðeyri við Hrútafjörð. Fé- lagið var hlntafélag og náði vítt yfir. Greindist það í þrjár deildir og skipuðu eina Skagfirðingar og Siglfirðingar, aðra Húnvetning- ar og Strandamenn, en Mýramenn og Borgfirðingar hina þriðju deild. Húnaflóafélaginu var slitið 1875. Þó er raunar réttara að segja, að félagið hafi klofnað í tvö félög, Borðeyrarfélag og Grafarósfélag. Grafarósfélagið náði yfir Skagafjarðarsýslu alla og 7 hreppa í Húna- vatnssýslu. Félagið hætti störfum á árinu 1878. Liðu svo nokkur ár, að eigi var efnt af nýju til skipulagsbundinna verzlunarsamtaka hér í sýslunni. Fór þó fjarri því, að ekki væri um þessi mál hugsað né eigi hafzt að. Hinum beztu mönnum var ljóst, að eigi tjóaði að leggja árar í bát, þótt í móti blési. Andinn var nú einu sinni vakinn, andi frelsis og félagshyggju. Og þótt enn væri hann fálmandi og leitandi og á stundum jafnvel sem blaktandi skar, þá varð hann eigi slökktur úr þessu — sá andi, sem liorfði fram á veg og sá hilla undir samtök frjálsra manna, er stefndu til hagsbóta — og mannbóta um leið, ef gifta fylgdi. Kom og enn til, að stjórnmálabaráttan, stjórnarskrár- baráttan, sem bæði var harðsnúin og heit á þessum árum, beindist fyrst og fremst að því, að heimta frelsi og forn landsréttindi úr harðkrepptum krumlum danskrar afturhaldsstjórnar, sem ekkert vildi laust láta, það er frelsi gæti heitið og réttindi íslenzkri þjóð til handa. Selstöðnverzlanirnar, sem reknar voru fyrst og fremst með hagsmuni hinna dönsku eigenda fyrir augum, urðu mörgum sem tákn hinnar stjórnarfarslegu áþjánar og harðræðis, sem danska stjórn- in beitti íslendinga, og urðu fyrir bragðið margar þessar verzlanir enn óvinsælli en ella mundi verið hafa. Og baráttan var ekki látin niður falla. Nú var hafizt handa á nýjan leik, en með nokkuð öðrum hætti en áður. Menn fóru að panta vörur í félagi, fyrst fáir einir, síðan fleiri, og brátt urðu samtökin bundin við hreppa. Kom þar innan stundar, að þessi dreifðu samtök fengu fastara form. Gerðist það á fundi,

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.