Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 4

Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 4
4 GLÓÐAFEYKIR Enda þótt þenna stofnfund sætu eigi fulltrúar úr Fljótum, þ. e. Floltshreppi hinum forna, né heldur úr Fellshreppi, þá voru þó þessir hreppar með þegar í upphafi. Félagið náði því yfir Skaga- fjarðarsýslu alla og auk þess Bólstaðarhlíðarhrepp í Húnavatnssýslu. Kaupfél. Skagf. var ekki fyrsti vísirinn að félagsverzlun í Skaga- firði. Aður höfðu þrjú félög starfað í sama skyni, en orðið skammlíf öll. Hið fyrsta þeirra var Félagsverzlunin við Húnaflóa, eða Húna- flóafélagið, er svo var kallað. Það var stofnað 1869 og starfaði til 1875. Það hafði höfuðstöðvar sínar á Borðeyri við Hrútafjörð. Fé- lagið var hlntafélag og náði vítt yfir. Greindist það í þrjár deildir og skipuðu eina Skagfirðingar og Siglfirðingar, aðra Húnvetning- ar og Strandamenn, en Mýramenn og Borgfirðingar hina þriðju deild. Húnaflóafélaginu var slitið 1875. Þó er raunar réttara að segja, að félagið hafi klofnað í tvö félög, Borðeyrarfélag og Grafarósfélag. Grafarósfélagið náði yfir Skagafjarðarsýslu alla og 7 hreppa í Húna- vatnssýslu. Félagið hætti störfum á árinu 1878. Liðu svo nokkur ár, að eigi var efnt af nýju til skipulagsbundinna verzlunarsamtaka hér í sýslunni. Fór þó fjarri því, að ekki væri um þessi mál hugsað né eigi hafzt að. Hinum beztu mönnum var ljóst, að eigi tjóaði að leggja árar í bát, þótt í móti blési. Andinn var nú einu sinni vakinn, andi frelsis og félagshyggju. Og þótt enn væri hann fálmandi og leitandi og á stundum jafnvel sem blaktandi skar, þá varð hann eigi slökktur úr þessu — sá andi, sem liorfði fram á veg og sá hilla undir samtök frjálsra manna, er stefndu til hagsbóta — og mannbóta um leið, ef gifta fylgdi. Kom og enn til, að stjórnmálabaráttan, stjórnarskrár- baráttan, sem bæði var harðsnúin og heit á þessum árum, beindist fyrst og fremst að því, að heimta frelsi og forn landsréttindi úr harðkrepptum krumlum danskrar afturhaldsstjórnar, sem ekkert vildi laust láta, það er frelsi gæti heitið og réttindi íslenzkri þjóð til handa. Selstöðnverzlanirnar, sem reknar voru fyrst og fremst með hagsmuni hinna dönsku eigenda fyrir augum, urðu mörgum sem tákn hinnar stjórnarfarslegu áþjánar og harðræðis, sem danska stjórn- in beitti íslendinga, og urðu fyrir bragðið margar þessar verzlanir enn óvinsælli en ella mundi verið hafa. Og baráttan var ekki látin niður falla. Nú var hafizt handa á nýjan leik, en með nokkuð öðrum hætti en áður. Menn fóru að panta vörur í félagi, fyrst fáir einir, síðan fleiri, og brátt urðu samtökin bundin við hreppa. Kom þar innan stundar, að þessi dreifðu samtök fengu fastara form. Gerðist það á fundi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.