Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 5

Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 5
GLÓÐAFEYKIR 5 er haldinn var 15. ágúst 1884 „af nokkrum mönnum í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum, til þess að koma sér saman um að eignast hús á Sauðárkróki til þess að geyma í vörur, er pantaðar kynnu að verða úr þessum sýslum“, eins og segir í fundargerð. Var sam- þykkt að safna hlutafé til þess að koma upp húsinu, er vera skyldi 12 álna langt og 10 álna breitt, og áætlað kostnaðarverð 1500 krónur. Hálfum mánuði síðar, þ. e. 1. september, var svo haldinn á Fjalli í Sæmundarhlíð stofnfundur „Vörupöntunarfé- lags Húnvetninga og Skagfirð- inga“, er svo var nefnt. Sóttu fundinn fulltrúar úr öllum hreppum Skagafjarðarsýslu nema Fells- og Holtshreppum, svo og úr 4 hreppum í Húnavatnssýslu. Með Vörupöntunarfélaginu hófst þriðji áfanginn í skipulögð- Gisli Magnússon i Eyhildárholti. um verzlunarsamtökum Skag- firðinga. Félagið starfaði til 1888. Ári síðar, 1889, var svo Kaupfélag Skagfirðinga stofnað. Kaupfélag Skagfirðinga er sumarmálabarn. Húnaflóafélagið, Graf- arósfélagið, Vörupöntunarfélagið, — öll voru þessi félög eins konar vorboðar. Vorið sjálft kom með stofnun K. S. En eins og því er háttað um sjálft náttúrufarið, að naumast líður svo nokkurt vor, að eigi komi kuldar og hret, svo var það einnig framan af ævi K. S. Þar gerði hret á græna jörð, jafnvel ekki hvað sízt eftir að félagið hafði slitið sjálfum barnsskónum, og sum svo hörð, að við sjálft lá, að riðu félagiiiu að fullu. Um það bil, sem félagið hafði náð tvítugs- aldri og oft vegnað vel, eigi hvað sízt á barnsárunum, kom til tals, jafnvel oftar en einu sinni, að leggja það niður. Af því varð þó ekki, sem og betur fór. Nálega tvo áratugi var K. S. hreint pöntunarfélag. Vörur voru pantaðar tvisvar á ári. Þegar svo vöruskipið kom, var sendur hrað- boði um allar jarðir. Menn dreif að úr öllum áttum; voru margir saman með fjölda áburðarhesta. Þessi pöntunarviðskipti voru félags-

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.