Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 18

Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 18
18 GLÓÐAFEYKIR Afskrift vörubirgða nam alls kr. 13,26 milljónum. — Bókfærð fjár- festing á árinu var 3,5 millj. kr. Afskrift umfram fjárfestingu um 1,3 millj. kr. Innstæður í viðskiptareikningum nema rösklega 20,6 millj. kr. Innlánsdeild 34,5 millj. kr. Bundið fé í Seðlabankanum vegma Innlánsdeildar tæpar 7 millj. kr. Skiddir viðskiptamanna nema alls kr. 22,6 millj. tæpum. Hagur félagsins út á við hefur batn- að, m. a. vegna þess, að birgðir Mjólkursamlagsins hafa minnkað og I járfesting verið lítil. Fasteignir félagsins, sem eru að fasteignamati tæpl. 3,4 millj. kr., en að bókfærðu verðmæti kr. 26,6 millj. rösklega, eru brunatryggð- ar fyrir kr. 103,5 millj. tæplega. Kaupfélagsstjóra fórust að lokum orð á þessa leið: „Allur tilkostnaður við búreksturinn hefur aukizt stórkostlega undanfarin ár og miklu meira en framleiðsluaukningin, þótt mikil hafi verið, miðað við aðstæður. Á sama tíma hefur opinber fyrir- greiðsla verið skert. Má nefna sem dæmi, að rekstrarlán, þ. e. lán vegna væntanlegs haustinnleggs, hafa lækkað frá 1959 úr 67,8% í 15,04% 1969, miðað við grundvallarverð bæði árin. Nú í ár hækkar áburðurinn um 35% eða um 20 þúsund kr. miðað við vísitölubú, auk hliðstæðra hækkana á öðrurn rekstrarvörum. Samtímis er grund- vallarverð afurða, sem er þó langt undir framleiðslukostnaði, lækk- að vegna útflutningsgjalds, sem nemur um kr. 75,00 á 15 kg dilk. Vantar þó milljónatugi til þess að hrökkvi fyrir útflutningsbótum. Þannig er búið að fyrrum höfuðatvinnuvegi og forðabúri þjóðar- innar um aldir . . . . “ „Reikningsuppgjör ársins 1968 sýnir kr. 978.619,59 í tekjuaf- gang. . . . Þetta er ekki mikil upphæð af 280 millj. kr. veltu — en þó betra en hallarekstur. Eignir hafa verið afskrifaðar eins og fyrning- arreglur heimila. Á undanförnum árum hefur sívaxandi dýrtíð og verðbólga aukið tilkostnað við verzlunina ár frá ári, án þess að álagning hafi hækkað í krónutölu, enda er fjöldi verzlana, bæði kaup- félaga og kaupmanna, rekinn með halla síðustu árin. Verðlagsákvæð- in eru óraunhæf og ýta undir óhagstæða þróun í verzlunarmálum. Verzlunarkostnaðurinn fylgir innlendri verðlags- og efnahagsþróun. Tvær gengisfellingar á minna en 12 mánuðum lækkuðu gengi krón- unnar um meir en helming. Álagningarprósentan var lækkuð, verzl- unin fékk sömu krónutölu og áður, en allur verzlunarkostnaður hækkaði. Samdráttur varð í öllum viðskiptum vegna minnkandi kaupgetu og atvinnuleysis. Fjármagnsþörf fyrirtækja og framleið- enda hefur aukizt í hlutfalli \ið gengisfellingarnar, en lánsmögu-

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.