Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 63

Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 63
GLÓÐAFEYKIR 63 Enn glímir Jón við hátt þenna og svarar: Heill sit þú, hetjan snjalla, hamastu við að rita. Þörfin mun það útheimta þar efni vel svo greinist. Orðsnilld þér æ mun verða og skriftin fagurroðin. Það upp svo þú munt lesa þrumandi rómi meður. Fyrir fundinn kom bréf frá Dýraverndunarfélagi Sauðárkróks um bættan ásetning hrossa, mannúðlegri aðferðir við fuglaveiði í Drang- ey (sem nú er engin orðin) svo og að taka ekki unguð egg úr bjarg- inu. A fundinum var mættur einn úr stjórn Dýraverndunarfélagsins, Guðm. Andrésson dýralæknir. Þótti sumum nefndarmönnum bréf þetta óþarft og víttu það. Málinu var vísað til atvinnumálanefndar, en formaður hennar var (iísli á Víðivöllum, sýslunm. Akrahrepps. Daginn eftir var Gísli eitthvað seinni á fundinn en venjulega, og orti þá Pétur Hannesson: Þótt menn séu að góna og gá, Gísla sjá þeir hvergi, því að hann liggur alltaf á úti í Heiðnabergi. Nefndin honum hlutverk gaf, hér má frá því skýra, svo nú fer liann aldrei af eggjum Gvendar dýra. Þá var lögð fyrir fundinn beiðni um ábyrgð sýslunnar á láni til handa Sauðárkrókshreppi vegna barnaskólabyggingar, að upphæð 250 þús. kr. Var þeirri beiðni vísað til fjárhagsnefndar, og lagðist hún gegn málinu. F.r ábyrgðarbeiðnin síðan kom fyrir sýslunefnd, var hún felld. Töluðu ýmsir á móti, m. a. Jón á Bakka, sem aldrei kvaðst mundu segja ,,já“, hvernig senr slíkt mál yrði túlkað. Pétur Hannesson, sýslunm. Sauðárkróks, sótti málið fast, en er búið var að drepa það, orti hann:

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.