Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 70

Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 70
70 GLÓÐAFEYKIR Ingólfur Andrésson, bifvélavirki á Sauðárkróki, lézt þ. 26. dag aprílmán. 1957, aðeins hálffimmtugur að aldri, fæddur í Reykjavík 26. apríl 1912. Voru foreldrar hans Andrés Nielsen, vopnfirzkur mað- ur, og kona hans Guðný Jósepsdóttir frá Selfossi. Annar sonur þeirra hjóna var Al- freð, hinn landskunni gamanleikari. Að loknu barnaskólanámi gekk Ingólfur í Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi. Bar snemma á því, að höndin væri hög. Lærði hann vélvirkjun og varð galdra- maður í þeirri grein, enda hvort tveggja í senn, hugkvæmur og frábærlega listfengur. Stundaði hann þau störf í Reykjavík að námi loknu, m. a. hjá Landsíma Islands. Tvítugur að aldri batzt Ingólfur eigin- konu sinni, er síðar varð, Ingibjörgu Ágústs- dóttur, ættaðri af Héraði austur, ágætri konu. Árið 1986 fluttust þau til Sauðárkróks og áttu þar heimili upp þaðan. Reisti Ingólfur bif- reiðaverkstæði og rak síðan, þótt lieilsuleysi hamlaði störfum hans æ meir. Einkabarn þeirra hjóna er Erna, húsfr. á Sauðárkróki. Ingólfur Andrésson var meðalmaður á vöxt, andlitsfríður, fölleit- ur, svipurinn hýr og glaðlegur, augun geislandi og glettnisleg. Hann var vel gerður maður um marga hluti, greindur, glaðsinna, hlýr í viðmóti, söngelskur, listhneigður. Hann var svo óvenjulega vel verki farinn, að veruleg fötlun vegna slyss á hendi og síðar lömunar í fæti. var honum til furðulega lítils baga í starfi. En meinleg örlög ollu því, að ágætir hæfileikar nýttust honum stórum verr en efni stóðu til. Helgi Guðmundsson, sjómaður á Sauðár- króki, lézt 26. maí 1957. Fæddur var hann á Meyjarlandi á Reykjaströnd 18. des. 1896, sonur Guðmundar, síðar sjómanns á Sauðár- króki, Sigurðssonar bónda á Kjartansstöð- um, Jónassonar, og kontt hans Sigríðar Ás- mundsdóttur, síðast bónda í Pyttagerði, Þor- valdssonar, og konu hans Solveigar Jónas- dóttur. Heloi fluttist barn að aldri með foreldr- o um sínum og systkinum til Sauðárkróks og Helgi Guðrmmdsson, átti þar heima alla ævi síðan að undanskild- Ingólfur Andrésson.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.