Glóðafeykir - 01.11.1971, Síða 4

Glóðafeykir - 01.11.1971, Síða 4
4 GLÓÐAFEYKIR Aðalfundir M. S. og K. S. i. Ársfundur Mjólkursamlags Skagfirðinga var haldinn á Sauðár- króki 16. apríl sl. Var fundurinn fjölsóttur að vanda. Formaður fé- lagssjórnar, Tobías Sigurjónsson, setti fundinn og kvaddi til fundar- stjóra Gísla Magnússon. Fundarritarar voru Haukur Hafstað og Jón Guðmundsson. Samlagsstjóri, Sólberg Þorsteinsson, flutti mjög skilmerkilega og greinagóða skýrslu um rekstur samlagsins á liðnu ári, las upp reikn- inga þess og ræddi horfur framundan. Verða hér tekin upp örfá atriði úr yfirliti hans. Innvegin mjólk á árinu var 7.215.979 kg (7.005.805 ltr.), og hafði aukizt frá árinu 1969 um 600.665 kg eða 9,79%, enda þótt innleggj- endum fækkaði um 9 fvoru 322 á árinu). Meðalfita var 3,77% og hafði hækkað um 0,18% frá árinu áður. Enn hefur mjólkuraukning orðið það sem af er þessu ári, og nemur hún 15% á þrem fyrstu mán- uðum ársins, miðað við sömu mánuði 1970. Meðalútborgun til framleiðenda var um 74,3% af grundvallarverði. Meðalflntnings- gjald að samlagsvegg var 64 aurar tæpir á kg. Neyzlumjólkursala nam aðeins 11,4% af innvegnu mjólkurmagni. Fór því meginhluti mjólkurinnar í vinnslu. Var smjörframleiðslan 138.581 kg, ostar 45% 259.158 kg, ostar 30% 116.719 kg, bræddir ostar 3.313 kg og kasein 37.575 kg. Iskyggilega miklar smjörbirgðir voru um áramótin síðustu, eða um 116 smál. Birgðir annarra mjólkurvara höfðu ekki aukizt að ráði. Heildarkostnaður við rekstur samlagsins varð á árinu 1970 350 aurar rúml. á innvegið kg mjólkur. Er það 41 eyri tæpum hærri kostnaður en 1969. A árinu 1970 var bændum greitt fyrir innvegna mjólk svo og upp- bætur á mjólkurinnlegg 1969 samtals 99,3 millj. kr. Eftirstöðvar mjólkurverðs til ráðstöfunar á aðalfundi 26 millj. kr. tæpar. Endan- legt verð kr. 13,57 á lítra, eða 26 aurum hærra en grundvallarverð

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.