Glóðafeykir - 01.11.1971, Síða 8

Glóðafeykir - 01.11.1971, Síða 8
8 GLÓÐAFEYKIR Á aðalfundinum komu fram allmargar tillögur, svo sem venja er til, og fjölluðu nefndir um flestar. Voru umræður miklar og oft fjör- ugar. Verða samþykktir fundarins raktar hér og þó eigi allar. Rekstrarhagnaður var, sem áður segir, 7,5 millj. kr. röskar. Var samþ. að ráðstafa honum þannig: Lagt í varasjóð 2,8 millj. kr. Af viðskiptaarði, 4,5 millj., verði 3% af ágóðaskyldri úttekt félags- manna fært í stofnsjóðsreikninga þeirra, en afgangurinn í viðskipta- reikning. Lagt í Menningarsjóð K. S. 100 þús. kr. Framlag í Ferðasjóð félagskvenna 50 þús. kr. Fjárveiting vegna 100 ára afmælis Sauðárkróks 100 þús. kr. Fundurinn samþykkti „að beina því til Framleiðsluráðs, að það ákveði vaxtadag á haustinnleggi hjá sláturleyfishöfum, 1. nóvember á uppígreiðslu og 1. janúar á uppbót, en láti ekki nægja lauslegar ábendingar í þessum efnum, þar sem nú eru engar samræmdar regl- ur gildandi hjá sláturleyfishöfum. Jafnframt geri Framleiðsluráð til- lögu um haustútborgun, og komi hún fram í verðlagsgrundvellinum ásamt þeim vaxtadögum, er sláturleyfishöfum ber að vaxta innlegg- ið, enda verði útborgun í samræmi við bankalán." Aðalfundurinn samþykkti „að Kaupfélag Skagfirðinga gerist styrktaraðili að Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi með þ\ í að veita samtökunum tíu þúsund króna árlegt framlag." Tillaga var flutt af Birni á Franmesi, fyrrv. stjórnarnefndarmanni, þar sem skorað er á stjórn K. S. að „minnast aldarafmælis séra Sig- fúsar Jónssonar, fyrrum kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, á einhvern þann hátt, er sýni þökk og ræktarsemi félagsmanna við minningu þess manns, er með sanni má telja föður kaupfélagsins. Veitist stjórn K. S. óskorað vald í þessu máli.“ Tillagan var samþykkt með lófataki, nefndarlaust og umræðu- laust. (Þ. 24. ágúst 1966 voru 100 ár liðin frá fæðingu séra Sigfúsar). Fram var lögð og samþykkt svofelld tillaga: „Aðalfundur K. S. 1971 samþykkir að beina þeim tihnælum til stjórnar K. S., að nú þegar verði gerðar ráðstafanir til endurbóta á húsnæði fyrir aðalsöludeildir félagsins svo og skrifstofur. Jafnframt skorar fundurinn á byggingarnefnd og bæjarstjórn Sauðárkróks að úthluta hið fyrsta lóð undir aðalstöðvar K. S. við Skagfirðingabraut, samkvæmt umsókn félagsins þar að lútandi."

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.