Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 8

Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 8
8 GLÓÐAFEYKIR Á aðalfundinum komu fram allmargar tillögur, svo sem venja er til, og fjölluðu nefndir um flestar. Voru umræður miklar og oft fjör- ugar. Verða samþykktir fundarins raktar hér og þó eigi allar. Rekstrarhagnaður var, sem áður segir, 7,5 millj. kr. röskar. Var samþ. að ráðstafa honum þannig: Lagt í varasjóð 2,8 millj. kr. Af viðskiptaarði, 4,5 millj., verði 3% af ágóðaskyldri úttekt félags- manna fært í stofnsjóðsreikninga þeirra, en afgangurinn í viðskipta- reikning. Lagt í Menningarsjóð K. S. 100 þús. kr. Framlag í Ferðasjóð félagskvenna 50 þús. kr. Fjárveiting vegna 100 ára afmælis Sauðárkróks 100 þús. kr. Fundurinn samþykkti „að beina því til Framleiðsluráðs, að það ákveði vaxtadag á haustinnleggi hjá sláturleyfishöfum, 1. nóvember á uppígreiðslu og 1. janúar á uppbót, en láti ekki nægja lauslegar ábendingar í þessum efnum, þar sem nú eru engar samræmdar regl- ur gildandi hjá sláturleyfishöfum. Jafnframt geri Framleiðsluráð til- lögu um haustútborgun, og komi hún fram í verðlagsgrundvellinum ásamt þeim vaxtadögum, er sláturleyfishöfum ber að vaxta innlegg- ið, enda verði útborgun í samræmi við bankalán." Aðalfundurinn samþykkti „að Kaupfélag Skagfirðinga gerist styrktaraðili að Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi með þ\ í að veita samtökunum tíu þúsund króna árlegt framlag." Tillaga var flutt af Birni á Franmesi, fyrrv. stjórnarnefndarmanni, þar sem skorað er á stjórn K. S. að „minnast aldarafmælis séra Sig- fúsar Jónssonar, fyrrum kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, á einhvern þann hátt, er sýni þökk og ræktarsemi félagsmanna við minningu þess manns, er með sanni má telja föður kaupfélagsins. Veitist stjórn K. S. óskorað vald í þessu máli.“ Tillagan var samþykkt með lófataki, nefndarlaust og umræðu- laust. (Þ. 24. ágúst 1966 voru 100 ár liðin frá fæðingu séra Sigfúsar). Fram var lögð og samþykkt svofelld tillaga: „Aðalfundur K. S. 1971 samþykkir að beina þeim tihnælum til stjórnar K. S., að nú þegar verði gerðar ráðstafanir til endurbóta á húsnæði fyrir aðalsöludeildir félagsins svo og skrifstofur. Jafnframt skorar fundurinn á byggingarnefnd og bæjarstjórn Sauðárkróks að úthluta hið fyrsta lóð undir aðalstöðvar K. S. við Skagfirðingabraut, samkvæmt umsókn félagsins þar að lútandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.