Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 10

Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 10
10 GLÓÐAFEYKIR 25 ára starfsafmæli Eftirgreindir menn eiga að baki á þessu ári aldarfjórðungs sam- fellt starf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga: Sveinn Guðmnndsson. Hann er fæddur í Litladalskoti (nú Laug- ardalur) í Tungusveit 27. ágúst 1912. Gagnfræðapróf frá Mennta- skóla Akureyr- ar 1932. Próf frá Samvinnu- skólanum ’39. Stundaði á þessum árum verzlunar- og skrifstofustörf á Akureyri, verkstjórn og síldarmat á Siglufirði. — Gerðist kaup- félagsstjóri við Kaupfélag Hallgeirseyjar — nú Kaupfé- lag Rangæinga — á Ht olsvelli 1941 og gegndi því starfi til 1946. Réðst hinn 1. júní 1946 til Kaupfélags Skagfirðinga og hefur verið þar kaupfélagsstjóri óslitið síðan. Dvaldist um stund í Svíþjóð áður en hann tók við forstöðu K. S. og kynnti sér starfsemi samvinnu- félaga þar í landi. Sveinn er kvæntur Elínu Hallgrímsdóttur. Eiga þau 5 börn, fjóra sonu og eina dóttur.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.