Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 21

Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 21
GLÓÐAFEYKIR 21 mosann. Þess vegna sækir það í kröfs hestanna. Allt þetta fé hefur fjögur til átta stór og snúin horn, nema hvað eitt stendur venjulega beint fram úr enninu. Hér birtist vísdómur forsjónarinnar, því að þessa horns þarfnast féð til þess að verja sig ásókn stórra ránfugla. Ernir eru svo grimmir, að þeir ráðast á fjögurra til fimm ára börn, þegar þeir hafa komizt upp á það að éta mannakjöt af sjóreknum líkum. íslenzka smjörið er fjarska hárugt og verður grænt og svart, af því að það er ekki saltað. Á íslandi eru norðurljós nú tíðari en áður var, en þau myndast með þeim hætti, að eldur kviknar í brennisteinsgufum, sem stíga upp af eldfjöllunum. íslendingar segja fyrir veður eftir lit og hreyf- ingum þessara norðurljósa. Við hrævarelda er hið huglausa og fávísa fólk á Islandi aftur á móti ofurhrætt. Þegar það verður vart við slík fyrirbæri, hefur það skjót handtök og lokar dyrum híbýla sinna, svo að hrævareldurinn nái ekki að sameinast arineldinum, því að þá gæti kviknað í kot- unum. Xauðsyn brýtur lög. Fyrir nokkru gekk á íslandi mannskæð bólusótt, og fólkið hrundi niður. \regna mannfæðarinnar, sem þetta hafði 1 för með sér, var það ráð tekið að leyfa ógiftu kvenfólki að eiga allt að sex börn að óskertum kvenlegum sóma og jómfrúdómi. Þetta ágæta lagaboð varð þó að afturkalla fyrr en varði, því að stúlkurnar notuðu réttindin allt of freklega. íslenzkum konum verður ekkert um barnsburð. Þær fæða af sér afkvæmið þjáningarlítið, baða sig á eftir og hlaupa síðan burt. Barn- ið hafa þær ekki á brjósti nema fáeina daga, og síðan er það sett á gólfið hjá keri með volgri mysu, og úr því drekkur það með fjöður- staf að vilja sínum. Lyndiseinkunnir og venjur. íslendingar eru svo huglausir, að þeir þola ekki að hleypa skoti úr byssu, og erlendis sýkjast þeir og deyja af óyndi. Matargerð þeirra er viðbjóðsleg, því að þeir bragða ekki annað en það, sem úldið er og skemmt. Brennivín er kjördrykkur þeirra, bæði karla og kvenna, og oft fara prestarnir drukknir í stólinn, og stundum er allur söfnuður-

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.