Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 27
GLÓÐAFEYKIR
27
jón Björnsson i skrifstofu sinni í „Gránu".
notum við ýmis önnur störf. En það var ekki álitlegt, jafnvel þa, að
hefja búskap með tvær hendur tómar. Og þar kom, að árið 1915,
sem var annað ár heimsstyrjaldarinnar fyrri, var ég mjög farinn að
hugsa til Ameríkuferðar. Ef til vill hefur það að einhverju leyti staf-
að af ævintýraþrá, en jafnframt bjóst ég við, að mér myndi ekki
ganga lakar að brjóta mér braut þar en hér heima. En sem ég nú
var í þessum Ameríkuhugleiðingum barst mér bréf frá Kristni P.
Briem, kaupmanni á Sauðárkróki, þar sem hann falaði mig til starfa
við verzlun sína. Það skipti sköpum. Ég lagði alla utanfarardrauma
á hilluna og réðst til Briems vorið 1915.
— Og þar slóstu ekki tjöldum til einnar nætur?
— Nei, raunar ekki. Ég var afgreiðslumaður í verzlun Briems sam-
fleytt í 23 ár.
— Og kunnir vel við þig?