Glóðafeykir - 01.11.1971, Síða 28

Glóðafeykir - 01.11.1971, Síða 28
28 GLÓÐAFEYKIR — Já, ágætlega. Starfið féll mér vel og Briem var ágætur húsbóndi og þau hjónin bæði. Þetta var, eins og ég sagði áðan, í öndverðri fyrri heimsstyrjöldinni. Innfluttar vörur fóru mjög hækkandi í verði og var það tilfinnanlegt fyrir fólk, því að kaup hækkaði ekki né held- ur innlendar framleiðsluvörur, a. m. k. ekki landbúnaðarafurðir. \rerðhækkanir voru svo örar árið 1917, að t. d. sykur fór úr 1 kr. kg. upp í 4—5 kr., eftir því livort um melís eða strásvkur var að ræða. Mér finnst undravert, nú þegar ég lít til baka, hvernig menn hér í Króknnm fóru að því að lifa á þessum árum. Atvinnuleysi mátti í raun og veru heita hér algert yfir veturinn. Nú, á vorin var það svo fuglaveiðin við Drangey og dálítið um róðra. Menn gátu lagt inn ögn af fiski og söltuðu svo ofurlítið handa sér til vetrarins. En yfir- leitt var mjög erfitt fyrir fjölskyldufólk og mundi vera kölluð alger neyð nú. En, — eins og þar stendur: Neyðin kennir naktri konn að spinna. Þegar fastast svarf að, tóku menn að leita nýrra lífsbjargar- leiða. Og fangaráðið varð — að fá sér kýr. Þar var þó mjólkurdrop- inn. Og smátt og smátt komu menn sér upp nokkrum bústofni, kúm og sauðfé. En heyskapur var því miður ekki nærtækur, sízt til að byrja með. Menn fengu lánaðar engjar frammi á Eylendi og var þar oft fjöldi manna héðan úr Króknum við heyskap, lengri eða skemmri tíma. Svo fóru menn að fá útmælda bletti hér í nágrenninu og brutu til túnræktar. Raunar voru það nú kannski einkum liinir efnaðri þorpsbúar, sem á því höfðu ráð. Ég tel engan vafa á því, að þetta framtak, þessi búskapur, bjargaði mörgum frá hreinum sulti á þessum árum. Peninga höfðu menn yfirleitt enga handa á milli. En menn höfðu í sig og á. Kröfurnar voru litlar og fólk sýndist hafa það furðu gott. Ég kom víða á heimili manna á þessum dögum, var víða kunnugur og held ég geti nokkuð um þetta borið. En húsnæðið var víða hörmulegt, einkum tóku þrengslin út yfir. Ekki var ótítt að heilar fjölskyldur byggju í einu herbergi og elduðu þar jafnvel einn- ig. Okkur finnst ótrúlegt nú, að þetta skyldi geta gengið. Og auð- vitað var þetta ekki heilsusamlegt. En þrátt fyrir peningaleysi og húsnæðisskort finnst mér að fólkið hafi ekki aðeins verið furðulega ánægt, það var hreint og beint glaðlegt, miklu glaðara en nú. Ég heyri t. d. fólk því nær aldrei hlæja eins hjartanlega né mikið og það gerði þá. Fólkið var fátækara en glaðara. Bezt gæti ég trúað að áhyggjurnar vaxi með vehneguninni. — Hvaða verzlanir voru í Króknum þegar þú byrjaðir hjá Briem? — Þegar é°; kom hinoað voru hér Höfnersverzlun, sem Tómas o o o

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.