Glóðafeykir - 01.11.1971, Qupperneq 29

Glóðafeykir - 01.11.1971, Qupperneq 29
GLOÐAFEYKIR 29 Gíslason veitti forstöðu, Gránufélagsverzlun, er Baldvin Jónsson var fyrir og síðar Jóhann Möller, Kristján Gíslason, Sigurgeir Daníels- son verzlaði hér líka og svo Briem. Mikkelsen stundaði i'trsmíði og hafði einnig dálitla verzlun. Þremur árum eftir að ég fluttist hingað byrjaði svo Haraldur Júlíusson og um svipað leyti, að mig minnir, Jón Heiðdal frá Kimbastöðum. Nú, ísleifur Gíslason rak alltaf ofur- litla verzlun. — Var ekki lítið um peningaviðskipti? — Jú, mjög lítið fyrstu árin. Þetta voru aðallega vöruskipti. F'lest- ar verzlanir tóku landbúnaðarafurðir og svo tóku menn út á inn- leggið. Briem og Sigurgeir voru í félagi með sauðfjárafurðirnar. — Vöruúrval hefur líklega verið minna en nú? Já, mikil ósköp, og þó var þetta furðu fjölbreytt og vörur oft góð- ar. Briem hafði sérstaklega góðar vörur og seldi ekki dýrt. Hann hafði verið í þrjit ár hjá stóru firma í Englandi, fékk vefnaðarvörur þaðan og þær líkuðu mjög vel. — Var ekki vinnutíminn langur hjá verzlunarfólki? — Jú, líklega mundi hann þykja það nú. Verzlanir voru opnar frá kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin og í kauptíðinni þótti ekki til- tökumál þótt opið væri til kl. 9, það var talið sjálfsagt, ef svo stóð á oe fannst enmim mikið. — Svo hafa peningarnir farið að koma? — O-já, smátt og smátt. Fyrstu árin mín hjá Briem var kaupið 25 aurar á klukkutímann, eða kr. 2.50 fyrir 10 tíma vinnu. En það, sem telja má upphafið að því að menn fóru að hafa einhverja peninga handa á milli hér í þorpinu, var vegavinnan, landssjóðsvinnan, sem svo var stundum kölluð, þegar hennar fór að gæta að nokkru ráði. Þá fór einnig smám saman í vöxt að bændur greiddu kaupafólki í peningum, og eitthvað var um það að fólk hér í bænum réði sig í kaupavinnu yfir sumarið. Og loks fóru alltaf einhverjir suður á ver- tíð á hverjum vetri. — Hvenær fórstu svo til Kaupfélagsins? — Það var 1938. Þá var Sigurður Þórðarson orðinn kaupfélags- stjóri. Hann tók við því starfi af tengdaföður sínum, sr. Sigfúsi Jóns- syni, sem féll frá í kosningabaráttunni vorið 1937. Ég átti alltaf dá- lítið erfitt með að losa mig til fulls við þá hugmynd að vera bóndi, og þó að ég væri orðinn meira en hálf-fimmtugur þegar ég hætti störfum hjá Briem, þá var það mjög ofarlega í mér að fara að búa. En Sigurður kaupfélagsstjóri lagði mjög fast að mér með að koma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.