Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 32

Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 32
32 GLÓÐAFEYKIR Úr Leirgerði FRAMHALD Á sýslufundi 1945 var kosin þriggja manna nefnd til að atliuga tilboð frk. Ingibjargar Jóhannsdóttur á Löngumýri, er hún bauð að gefa 1/9 jörðina Löngumýri ef sýslan vildi reisa þar kvennaskóla. F.inn nefndarmanna var Jón alþm. á Reynistað. Hann sat fyrri hluta sýslufundar en fór svo á þing. Skömmu áður en Jón fór, kallaði hann samnefndarmenn sína á fund til að semja nefndarálit, og fengu þeir leyfi oddvita til að víkja af sýslufundi um stund. Þá orti Pétur Hannesson svokallaðar „Kaupamannavísur": Héldu þrír í heyskapinn, hömpuðu dýrum baugum. Löngumýrarlýðurinn leit þá hýrum augum. Ástin býr þar Imbu hjá, er hún skírust meyja. Löngumýrarengjum á eru þrír að heyja. Nefndin lagði svo fram álit sitt en vildi halda áfram störfum, þar sem hún hefði ekki fengið svör frá þeim aðiljum öllum, er hún hafði lagt spurningar fyrir. Taldist hún á ýmsan hátt ekki hafa gert því verkefni, er henni var falið, full skil. Og enn kvað Pétur: Konur ýmsu orkað fá, allir mega vita, að lönoun flestra lifir á O Löngumýrarhita.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.