Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 36

Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 36
36 GLÓÐAFEYKIR Upp skal hefja óðarstyrr, þótt allir séu á verði. Eg vil enn þá eins og fyrr ýta við Leirgerði. Til hennar biðla margir menn munu á þessum vetri. Vona ég hún ei sé enn alveg gefin Pétri. o o Næsta vísa sýnir einnig, að Jón Bakkaskáld tekur nú að gerast all- hræddur um Leirgerði, því að enn kveður hann: Leirgerður með bros á brá býður koss í laumi. Gísla Víðivöllum frá vaggar í ástardraumi. Sögðu kunnugir, að ekki mundi hræðsla Jóns einleikin, er hann tók að bendla Gísla við þessi mál. Eitt sinn gerðist það, er ritari hafði í byrjun fundar lesið upp fundargerð frá deginum áður, að stóllinn brast, er ritari ætlaði að setjast, svo að hann féll því nær á gólfið. Þá kvað Jón á Hofi, sýslu- nefndarmaður Hofshrepps: Flestir geta fengið skell — fór um setin kliður. Stefán grét, er stóllinn féll, stöku-meta-smiður. Með þessum fundi var útrunnið kjörtímabil sýslunefndarmanna. Létu þá allir taka mynd af sér. Hét sá Jónas, er myndirnar tók, Hall- grímsson. Var hann listamaður í þeirri grein, en þótti ölkær nokkuð. Þá orti Gísli í Eyhildarholti og kallaði „Varnaðarorð“:

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.