Glóðafeykir - 01.11.1971, Qupperneq 44
44
GLÓÐAFEYKIR
Sigurðar bónda á Vatnsskarði, Bjarnasonar bónda á Sjávarborg, jóns-
sonar, og fyrri konu hans Ingibjargar Sölvadóttur hreppstjóra á
Skarði. Voru þau hjónin systkinabörn. Það hið sama ár hófu þau
húskap í Valadal, bjuggu þar 2 ár og síðan á Geirmundarstöðum til
1925, en það ár lézt Sigurður, hinn 5. ágúst. Síðustu árin allmörg
átti Ingibjörg heima á Sauðárkróki, en áður hafði hún lengi verið
stoð og stytta tengdasonar síns, Árna J. Hafstað í Vík, eftir að hann
missti konu sína og dóttur hennar frá 10 börnum og ungum flestum.
Börn þeirra Ingibjargar og Sigurðar voru 5: Ingibjörg, húsfreyja
í Vík, Margrét, húsfr. á Hóli í Sæmundarhlíð, Sigurður, bóndi á
Geirmundarstöðum, Pétur, söngstjóri og tónskáld á Sauðárkróki og
Halldór, sparisjóðsstjóri og söngstj. í Borgarnesi. Eiginmanni sínum
og elztu börnunum fjórum varð Ingibjörg á bak að sjá á einum ára
tug. Aðeins yngsti sonurinn, Halldór, lifði hana. En einnig hann er
nú látinn, síðastur þessa glæsilega systkinahóps. F.n Ingibjörg var
þeirrar gerðar, að ekkert var „henni fjær en að láta bugast eða bera
harrn sinn á torg.“
Ingibjörg Halldórsdóttir var frekar smávaxin, kvik á fæti, óvenju
fríð kona og lagleg til hárrar elli. Hún var hóglynd, geðprúð og glað-
vær með fágætum. Þessir miklu skaphafnarkostir, samfara einlægri
trú á handleiðslu æðri máttarvalda, léttu henni þungar byrðar og
stóra harma. Hana brast aldrei andlegt þrek, þessa margreyndu
konu. Hún var góð kona, „sem alla ævi hugsaði meira um aðra en
sjálfa sig.“
Guðmundur Jónsson, bæjarpóstur á Sauðárkróki, fyrrum bóndi í
Stapa o. v., lézt þ. 13. júlí 1961. Hann var fæddur í Höfðahólum á
Skagaströnd 10. júní 1893, sonur jóns bónda þar Jónatanssonar
smiðs, Jónatanssonar, og konu hans Kristínar Sigvaldadóttur. Ungur
fluttist hann með foreldrum sínum að Vakursstöðum á Hallárdal o°
o
var þar til 17 ára aldurs, fór þá að Keldulandi á Kjálka til Soffíu
systur sinnar og eiginmanns hennar, Gests bónda fónssonar, og mun
hafa átt þar heima fram undir tvítugsaldur.
Arið 1919 gekk Guðmundur að eiga Ingibjörgu Jónsdóttur bónda
á Stekkjarflötum á Kjálka, Guðmundssonar, og konu hans Margrétar
Jóhannsdóttur (sjá þátt um Jón í 11. h. Glóðaf. 1970, bls. 66). Það
hið sama ár reistu þau bú í Efra-Lýtingsstaðakoti (nú Tunguhlíð) í
Tungusveit og bjuggu þar 1 ár, þá í Héraðsdal 1 ár, á Stekkjarflötum
2 ár, í Grundar°erði í Blönduhlíð 1 ár. í Sólheimaoerði í sömu sveit
1 ár, brugðu þá búi, 1925, eftir fárra ára hrakhólabúskap, og fluttu