Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 47
GLODAFEYKIR
47
sveit til Einars hreppstjóra jónssonar og konu hans Margrétar Sím-
onardóttur og var hjá þeim fram til tvítugsaldurs; eftir það lausa-
maður um hríð, m. a. á Uppsölum í Blönduhlíð. Hneigðist á þeim
árum nokkuð til ýmissa lausakaupa og varð ekki við hendur fast,
unz hann fluttist að Hofstöðum, þar sem hann var upp frá því nær
óslitið til æviloka — fyrstu árin vinnumaður, þá í húsmennsku um
hríð og loks stórbóndi. Tók hann Hofstaði til ábúðar 1933, keypti
hálfa jörðina skömmu síðar og bjó stórbúi til dauðadags.
Árið 1922 gekk Stefán að eiga Ingigerði Guðmundsdóttur bónda
á Illugastöðum í Flókadal, Jónssonar bónda að Hálsi í sömu sveit
o. v., Sigurðssonar, og konu hans Salbjargar Jónsdóttur bónda á
Bakka í Holtssókn, Jónssonar, en móðir Salbjargar og kona Jóns á
Bakka var Steinunn Finnbogadóttir. Þau hjón, Stefán og Ingigerður,
voru samvalin um frábæran dugnað við búsýslu og allar athafnir,
gædd hlýrri höfðingslund, greiðasöm og gestrisin svo sem bezt getur
orðið. Stefán var einn mesti afreksmaður til allra verka, mikilvirkur
og vandvirkur að sama skapi, sláttumaður þvílíkur, að mjög er vafa-
samt, að þar hafi annar maður framar farið; vöktu afköst hans bæði
undrun og aðdáun. Lék og hvert verk svo í höndum hans, að óvenju-
legt má telja. Fjármaður var hann ágætur, hárglöggur á fé og hross
og mikill dýravinur.
Ingigerður lifir mann sinn ásamt með tveim sonum þeirra hjóna:
Geirfinni, bílstj., til heimilis á Hofstöðum, og Stefáni, sjóm. í
Grindavík. Tvö börn misstu þau ung.
Stefán á Hofstöðum var hár maður 02: s:ervile2;ur, herðabreiður 02
miðmjór, fagurlimaður, afrendur af afli. Hann var andlitsfriður,
skarpleitur, snareygur, glaðlegur í fasi, ljúfur í viðmóti. Hann var
greindurvel, gæddur græskulausri kímnigáfu, varpaði stundum fram
stöku. Áhuginn og glaðlyndið entist honum til æviloka, þótt farinn
væri að heilsu síðustu árin. ,,Hann var einn þeirra manna sem eldast
ekki í anda, þótt líkamsþróttur þverri."
Stefán gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, sat m. a. í
hreppsnefnd og sóknarnefnd. Af öllum var hann vitisæll, vaxandi
ntaður alla ævi og gæðadren^ur.
Þorvaldur Cjuðmiuidsson, fyrrum hreppstjóri og kennari á Sauð-
árkróki, lézt þ. 11. október 1961. Hann var fæddur að Hnausum í
Þingi 13. okt. 1883, sonur Guðmundar vinnum. þar Gíslasonar,
bónda á Mosfelli í Svínadal, Guðmundssonar, og konn hans Guð-
bjargar Guðmundsdóttur, ættaðrar úr Vatnsdal.