Glóðafeykir - 01.11.1971, Síða 48

Glóðafeykir - 01.11.1971, Síða 48
48 GLÓÐÁFEYKIR Ungur fluttist Þorvaldur með foreldrum sínum að Auðkúlu i Svínadal og ólst þar upp að mestu. Nam í Flensborgarskóla og tók þaðan gagnfræðapróf. Kennarapróf 1904. Stundaði kennslu í Svína- vatnshreppi næstu vetur. Reisti bú í Þver- árdal 1910 og bjó þar eitt ár, þá í Mörk á Laxárdal 1911 — 1915. Brá þá búi, fluttist til Sauðárkróks, tók að sér stjórn sjúkrahússins þar og hafði hana á hendi til 1920; var jafn- framt kennari við barnaskóla 02 unglinga- skóla staðarins. Bóndi í Brennigerði í Borg- arsveit 1920—1931; hvarf þá aftur til Sauð- árkróks, tók upp kennslu að nýju og stund- aði æ síðan, lengstum við áðurgreinda skóla, en annaðist þó farkennslu um hríð í Skarðs- og Rípurhreppum. \rar talinn ágætur kenn- ari enda þannig gerður, að börn og ungl- ingar löðuðust að honum og báru til hans óskorað traust. Þorvaldur gegndi margháttuðum trúnaðarstörfum. í Skarðshreppi sat hann í hreppsnefnd og skattanefnd. A Sauðárkróki var hann hreppstjóri 14 ár, settur sýslumaður oftar en einu sinni, endurskoð- andi Sparisjóðs Sauðárkróks, verkstjóri við sláturhús m. m. Arið 1909 kvæntist Þorvaldur Salóme Pálmadóttur bónda á Ytri- Löngumýri í Blöndudal, Jónssonar varaþingmanns og bónda í Sól- heimum í Svínadal, Pálmasonar, og konu hans Ingibjargar Eggerts- dóttur bónda að Skefilsstöðum á Skaga, Þorvaldssonar. Salóme and- aðist 1957. Börn þeirra hjóna eru 4: Svavar, bifreiðastj. í Reykjavík, Þorvaldur, kaupmaður á Sauðárkróki, Ingibjörg, húsfr. á Selfossi og Guðbjörg, húsfr. í Reykjavík. Þorvaldur Guðmundsson var mikill myndarmaður í sjón, friður sýnum og höfðinglegur, svo að athygli vakti. Hann var hár maðnr og þrekvaxinn, bjartur á yfirbragð. Hann var greindur maður og fágætlega prúður, hófsamur í hverjum hlut, glaðvær og skemmtinn, mikill skapsmunamaður en stilltur vel, friðsamur maður og fús til allrar fyrirgreiðslu, drengur góður og vinsæll. Hann var mikill trú- maður, unni kirkju og kristni heilum huga. Þorvaldur Guðmundsson var listhneigður maður. Ljóði og söng unni hann um annað fram; lék ágætlega á hljóðfæri og hafði óvenju mjúka og blæfagra bassarödd. Hann var einn af stofnendum Bænda- kórs Skagfirðinga, sem víðknnnur var á sínum tíma, og söng með

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.