Glóðafeykir - 01.11.1971, Qupperneq 48

Glóðafeykir - 01.11.1971, Qupperneq 48
48 GLÓÐÁFEYKIR Ungur fluttist Þorvaldur með foreldrum sínum að Auðkúlu i Svínadal og ólst þar upp að mestu. Nam í Flensborgarskóla og tók þaðan gagnfræðapróf. Kennarapróf 1904. Stundaði kennslu í Svína- vatnshreppi næstu vetur. Reisti bú í Þver- árdal 1910 og bjó þar eitt ár, þá í Mörk á Laxárdal 1911 — 1915. Brá þá búi, fluttist til Sauðárkróks, tók að sér stjórn sjúkrahússins þar og hafði hana á hendi til 1920; var jafn- framt kennari við barnaskóla 02 unglinga- skóla staðarins. Bóndi í Brennigerði í Borg- arsveit 1920—1931; hvarf þá aftur til Sauð- árkróks, tók upp kennslu að nýju og stund- aði æ síðan, lengstum við áðurgreinda skóla, en annaðist þó farkennslu um hríð í Skarðs- og Rípurhreppum. \rar talinn ágætur kenn- ari enda þannig gerður, að börn og ungl- ingar löðuðust að honum og báru til hans óskorað traust. Þorvaldur gegndi margháttuðum trúnaðarstörfum. í Skarðshreppi sat hann í hreppsnefnd og skattanefnd. A Sauðárkróki var hann hreppstjóri 14 ár, settur sýslumaður oftar en einu sinni, endurskoð- andi Sparisjóðs Sauðárkróks, verkstjóri við sláturhús m. m. Arið 1909 kvæntist Þorvaldur Salóme Pálmadóttur bónda á Ytri- Löngumýri í Blöndudal, Jónssonar varaþingmanns og bónda í Sól- heimum í Svínadal, Pálmasonar, og konu hans Ingibjargar Eggerts- dóttur bónda að Skefilsstöðum á Skaga, Þorvaldssonar. Salóme and- aðist 1957. Börn þeirra hjóna eru 4: Svavar, bifreiðastj. í Reykjavík, Þorvaldur, kaupmaður á Sauðárkróki, Ingibjörg, húsfr. á Selfossi og Guðbjörg, húsfr. í Reykjavík. Þorvaldur Guðmundsson var mikill myndarmaður í sjón, friður sýnum og höfðinglegur, svo að athygli vakti. Hann var hár maðnr og þrekvaxinn, bjartur á yfirbragð. Hann var greindur maður og fágætlega prúður, hófsamur í hverjum hlut, glaðvær og skemmtinn, mikill skapsmunamaður en stilltur vel, friðsamur maður og fús til allrar fyrirgreiðslu, drengur góður og vinsæll. Hann var mikill trú- maður, unni kirkju og kristni heilum huga. Þorvaldur Guðmundsson var listhneigður maður. Ljóði og söng unni hann um annað fram; lék ágætlega á hljóðfæri og hafði óvenju mjúka og blæfagra bassarödd. Hann var einn af stofnendum Bænda- kórs Skagfirðinga, sem víðknnnur var á sínum tíma, og söng með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.