Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 49
GLÓÐAFEYKIR
49
honum alla tíð; gerði hann, ásamt með fimbulbassanum Benedikt á
Fjalli, 4. röddinni þau skil, að unun var að.
Ólafur Sigurðsson, bóndi á Hellulandi í Hegranesi, lézt þ. 23. dag
októbermán. 1961. Hann var fæddur að Vatnskoti (nri 2 býli: Svana-
vatn og Hegrabjarg) í Hegranesi 1. nóv. 1885. Voru foreldrar hans
Sigurður bóndi og hreppstjóri á Hellu-
landi, áður í Vatnskoti, Ólafsson, albróðir
Guðmundar í Asi, sjá Glóðaf. 1968, 8. h.
bls. 44, og kona hans Anna Jónsdóttir pró-
fasts í Reykholti Þorvarðssonar, prests að
Prestsbakka á Síðu, Jónssonar, og konu
hans Guðrúnar Skaftadóttur járnsmiðs,
smáskammtalæknis og dbrm. í Stöðlakoti í
Reykjavík, gáfuð kona og merk. Var Sigurð-
ur á Hellulandi maður snjallgáfaður, lands-
kunnur hugvitsmaður og uppfinninga,
listasmiður. Kippti Ólafi mjög í kyn til
beggja foreldra.
Ungur fluttist Ólafur með foreldrum sínum að Hellulandi og ól
þar allan sinn aldur upp þaðan. Hann lauk búfræðiprófi frá Hóla-
skóla 1906, bóndi á Hellulandi frá 1916 til æviloka. Stundaði verk-
legt nám í laxaklaki og fiskirækt 1929, var síðan um 20 ára skeið
'andsráðunautur í fiskiræktarmálum, ferðaðist um allt land, flutti
fjölda erinda og stofnaði fiskiræktarfélög. Þar var hann frumherj-
inn, sem með eldhuga sínum ýtti við mönnum og glæddi áhugann.
Þá leiðbeindi hann og um æðarvörp um hríð og fór vítt um þeirra
erinda. Heima fyrir hlóðust á hann margháttuð störf: Deildarstjóri
Rípurdeildar og fulltrúi á aðalfundum K. S. alla stund frá 1907.
Form. búnaðarfélags um árabil, form. Skógræktarfélags Skagf. yfir
20 ár, form. sjúkrasamlags frá upphafi. Hreppstjóri frá 1955. Helzti
hvatamaður að stofnun Glóðafeykis og fyrsti ritstjóri ásamt með
Marteini Friðrikssyni. Ritaði margt í Frey og fleiri blöð. — Sæmdur
riddarakrossi fálkaorðunnar.
Ólafur á Hellulandi var hverju máli, því er fram horfði, ótrauður
liðsmaður — og frumherji margra, enda hverjum manni hugkvæm-
ari. Hann var langsýnn umbótamaður, einblíndi aldrei á stundar-
hag, hvorki eiginn né samfélagsins, en var skyggnari flestum á þá
þróun, efnalega og andlega, sem máttur samtaka og samvinnu einn
fær valdið, þegar unnið er af fullum heilindum.
Ólafur Sigurðsson.