Glóðafeykir - 01.11.1971, Qupperneq 50

Glóðafeykir - 01.11.1971, Qupperneq 50
50 GLÓÐAFEYKIR Arið 1916 kvæntist Ólafur Ragnheiði Konráðsdóttur kennara og bónda á Ytri-Brekkum í Blönduhlíð, Amgrímssonar bónda á Kjart- ansstöðum, Jónssonar, og konu hans Sigríðar Björnsdóttur bónda á Hofstöðum, Péturssonar, og fyrri konu hans Margrétar Sigríðar Páls- dóttur. Voru þau Hellulandshjón óvenju samvalin um frábæra höfð- ingslund, gestrisni og rausn. Munu fáir sumardagar hafa liðið svo, að eigi kæmu gestir að Hellulandi, oft margir saman, og dvöldu sumir daga og vikur. Þeim hjónum varð eigi barna auðið, en kjördóttir þeirra er Þór- unn, húsfr. á Hellulandi. Ólafur á Hellulandi var meðalmaður vexti, myndarlegur í sjón. Hann var ágætlega greindur, víðlesinn og vel að sér, m. a. í bók- menntum, sérstæður um marga hluti, fjölgefinn og fáum líkur. Hann var listhneigður, hafði óskorað yndi af allri fegurð, í livaða mynd sem var, enda listfengur sjálfur í bezta lagi. Hann kunni ógrynnin öll af kvæðum og stökum, sögnum og sögum, og voru hon- um snjallar ívitnanir í ljóð og laust mál tiltækar hvar og hvenær, sem var. Ólafur á Hellulandi var um margt á undan sínum tíma. Hann var einlægur og opinskár, fljóthuga nokkuð og orðhvatur á stundum. Þetta olli því, að hann var oft misskilinn og naumast metinn svo af samferðamönnum, sem hann átti skilið og efni stóðu til. Hann unni óðali sínu, breytti því og bætti stórkostlega. „Hann var mikill hug- sjónamaður, ör í lund og eldhugi, frjálslyndur og víðsýnn félags- hyggjumaður og samvinnumaður af lífi og sál, heitur unnandi vors og gróanda í náttúru lands, í lífi þjóðar, ungur og vakandi alla ævi, íslenzkur bóndi og aIheimsborgari.“ (G. M. í Glóðaf. 5. h. bls. 5). Oddgnýr Ólafsson, sjómaður á Sauðárkróki, lézt þ. 25. des. 1961. Hann var fæddur að Þorbjargarstöðum á Laxárdal ytri 10. febrúar 1883, sonur Olafs Grímssonar sjómanns á Selnesi á Skaga og Önnu vinnukonu þar, Guðmundsdóttur. Eigi bjuggu foreldrar hans sam- an. Ólst Oddgnýr upp á Selnesi með föður sínum og fóstru, Lilju Kristjánsdóttur, er var bústýra Ólafs. A Selnesi var mikil verstöð í þá daga; hneigðist Oddgnýr snemma til sjómennsku, tók ungur að stunda sjóinn, eignaðist bát, var lengi formaður og lánaðist vel. Til Sauðárkróks fluttist hann 1923. Einnig þar stundaði hann sjó. bæði á eigin fari og á annarra vegum, og hélt þeim hætti til hinztu stund- ar. Hann var talinn ágætur sjómaður og fóru honum öll verk vel úr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.