Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 51

Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 51
GLÓÐAFEYKIR 51 hendi, var og trúmennsku hans og samvizkusemi við brugðið. Hann var kjörinn heiðursfélagi Útvegsmannafélags Sauðárkróks. Oddgnýr Ólafsson var frekar lítill maður vexti, kýttur nokkuð í herðum. Hann var hægur í framgöngu, hlýr í viðmóti. Skapbráður var hann nokkuð, en innan stundar samur og jafn. Hann giftist hvorki né átti börn, var einbúi löngum og sá að öllu um sig sjálfur; vildi helzt enga aðstoð þiggja, en var hins vegar mjög hjálp- samur við aðra. Hann var maður hinna fornu dyggða: traustur og orðheldinn, spar- samur og nýtinn og vildi um fram allt standa á eigin fótum, enda veitandi jafnan fremur en þiggjandi. Hann var trúmaður og kirkjurækinn, gaf kirkju sinni stóra pen- ingagjöf og sjúkrahúsinu aðra. Saga Oddgnýs Ólafssonar er engin umbrotasaga. Hann vann að sömu störfum alla ævi. Hann var einrænn nokkuð og ákaflega fá- skiptinn og óhlutsamur. En hann var þvílíkur gerðar, að allir virtu hann og báru til hans hlýjan hug. Guðmundur Benjaminsson, bóndi að Smiðsgerði í Kolbeinsdal, andaðist 30. des. 1961. Hann var fæddur á Ingveldarstöðum í Hjalta- dal 5. marz 1883, sonur Benjamíns bónda þar Friðfinnssonar og konu hans Elínar Guðmundsdóttur. Var Guðmundur albróðir Sigurjóns bónda á Nautabúi og Ingveldarstöðum, sjá Glóðaf. 1969, 9. h. bls. 50. Guðmundur ólst upp með foreldrum sín- um á Ingveldarstöðum til fullorðinsára. Gekk í Hólaskóla og lauk búfræðiprófi 1906. Var eftir það lausamaður á Ingveldar- stöðum og kom sér upp bústofni, en sinnti jafnframt sjómennsku á vertíðum. Hann reisti bú á Hrafnhóli í Hjaltadal 1916 og bjó þar til 1919, þá á hluta af \'iðvík eitt ár, en fór byggðum að Smiðsgerði 1920 og bjó þar til æviloka. A fyrstu árum sínum þar keypti hann jörðina og einnig Sviðning, nágrannabýli, skömmu síðar, en sú jörð fór í eyði eftir snjóflóðið mikla 1925. Féll þá Sviðningur undir Smiðsgerði. Guðm. Benjaminsson Oddgnýr Ólafsson

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.