Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 51

Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 51
GLÓÐAFEYKIR 51 hendi, var og trúmennsku hans og samvizkusemi við brugðið. Hann var kjörinn heiðursfélagi Útvegsmannafélags Sauðárkróks. Oddgnýr Ólafsson var frekar lítill maður vexti, kýttur nokkuð í herðum. Hann var hægur í framgöngu, hlýr í viðmóti. Skapbráður var hann nokkuð, en innan stundar samur og jafn. Hann giftist hvorki né átti börn, var einbúi löngum og sá að öllu um sig sjálfur; vildi helzt enga aðstoð þiggja, en var hins vegar mjög hjálp- samur við aðra. Hann var maður hinna fornu dyggða: traustur og orðheldinn, spar- samur og nýtinn og vildi um fram allt standa á eigin fótum, enda veitandi jafnan fremur en þiggjandi. Hann var trúmaður og kirkjurækinn, gaf kirkju sinni stóra pen- ingagjöf og sjúkrahúsinu aðra. Saga Oddgnýs Ólafssonar er engin umbrotasaga. Hann vann að sömu störfum alla ævi. Hann var einrænn nokkuð og ákaflega fá- skiptinn og óhlutsamur. En hann var þvílíkur gerðar, að allir virtu hann og báru til hans hlýjan hug. Guðmundur Benjaminsson, bóndi að Smiðsgerði í Kolbeinsdal, andaðist 30. des. 1961. Hann var fæddur á Ingveldarstöðum í Hjalta- dal 5. marz 1883, sonur Benjamíns bónda þar Friðfinnssonar og konu hans Elínar Guðmundsdóttur. Var Guðmundur albróðir Sigurjóns bónda á Nautabúi og Ingveldarstöðum, sjá Glóðaf. 1969, 9. h. bls. 50. Guðmundur ólst upp með foreldrum sín- um á Ingveldarstöðum til fullorðinsára. Gekk í Hólaskóla og lauk búfræðiprófi 1906. Var eftir það lausamaður á Ingveldar- stöðum og kom sér upp bústofni, en sinnti jafnframt sjómennsku á vertíðum. Hann reisti bú á Hrafnhóli í Hjaltadal 1916 og bjó þar til 1919, þá á hluta af \'iðvík eitt ár, en fór byggðum að Smiðsgerði 1920 og bjó þar til æviloka. A fyrstu árum sínum þar keypti hann jörðina og einnig Sviðning, nágrannabýli, skömmu síðar, en sú jörð fór í eyði eftir snjóflóðið mikla 1925. Féll þá Sviðningur undir Smiðsgerði. Guðm. Benjaminsson Oddgnýr Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.