Glóðafeykir - 01.11.1971, Side 53

Glóðafeykir - 01.11.1971, Side 53
GLOÐAFEYKIR 53 „Þótt Pétri væri fjarri að sinna hreppsmálum, þá var hann glögg- sýnn á þarfir sveitar sinnar og varð sárgramur, er hann mætti þröng- sýni og afturhaldi. Átti um skeið sæti í hreppsnefnd og var þar vel ínetinn. Hafði hann fullkomna verðleika til að skipa ábyrgðarmeiri $töður, en var hlédrægur.“ (K. K.). Bústýrt Péturs Runólfssonar frá upphafi (1933) og síðar eiginkona var Helga Ásgrimsdóttir bónda í Efra-Ási, Ásgrímssonar bónda á Gautastöðum í Stíflu, Steinssonar, og konu hans Sigmundu Skúla- dóttur, bónda að Minni-Brekku í Fljótum, og Kristínar Stefánsdóttur Skúlasonar. Lifir hún mann sinn ásamt með tveim dætrum þeirra hjóna, er úr æsku komust: Kristbjörga, húsfr. í Hofsósi og Ásdísi, húsfr. í Efra-Ási. Pétur Runólfsson var meðalmaður að hæð, grannvaxinn, hvat- legur í hreyfingum, fölleitur og fríður í andliti, fjörlegur á svip. Hann var ágætlega greindur, hafði yndi af tóniist og var sjálfur gæddur góðri söngrödd. „Ekki var hann eggjunarfífl né veifiskati, en vildi halda hlut sínum við hvern sem var að eiga. Hann var ekki heill heilsu hin síðari árin, en hlífði sér hvergi og vann sér mjög um megn.“ (K. K.). Með Pétri Runólfssyni féll um aldur fram góður bóndi og mætur maður. Jón Jónsson, bóndi á Steini á Reykjaströnd, lézt 12. febrúar 1962. Fæddur var hann að Efranesi á Skaga 16. marz 1893, sonur Jóns bónda þar Jónssonar, bónda á Grófargili og síðar í Torfugarði, Jóns- sonar bónda á Víðimýri, Björnssonar, og konn hans Maríu Jóhannsdóttur bónda á Selnesi á Skaga, Þorkelssonar, en kona Jó- hanns og móðir Maríu var Ingibjörg Björnsdóttir hreppstjóra á Selnesi. Jón missti föður sinn fárra mánaða gam- all. Ársgömlum var honum komið í fóstur til hjónanna Sigurfinns Bjarnasonar og Jó- hönnu Sigurðardóttur, er þá bjuggu á Herj- ólfsstöðum á Laxárdal ytra, síðar lengi á Meyjarlandi á Reykjaströnd. Með þeim hjónum ólst hann upp og gengu þau hon- Jón Jónsson> Steini um í foreldra stað. Um tvítugsaldur gerðist hann vinnumaður hjá séra Árna Björnssyni í Görðum á Álftanesi suður og mun hafa verið þar a. m. k. 2 ár. En eigi festi hann yndi

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.