Glóðafeykir - 01.11.1971, Side 54

Glóðafeykir - 01.11.1971, Side 54
54 GLÓÐAFEYKIR þar syðra, hvarf aftur norður hingað í heimahaga, reisti bú á Ing- veldarstöðum syðri á Reykjaströnd 1916 og bjó þar til 1921, þá á Daðastöðum í sömu sveit til 1946 og síðar á Steini til æviloka. Arið 1921 kvæntist Jón Sigfriði Jóhannsdóttur síðast bónda á Hóli á Skaga, albróður Sigtryggs bónda á Framnesi í Blönduhlíð, Jóna- tanssonar, og bústýru hans Valgerðar Ásmundsdóttur, bónda í Þúf- um í Óslandshlíð o. v., Ármundssonar, og konu hans Ingibjargar Þorláksdóttnr. Lifir Sigfríður mann sinn.# Börn þeirra hjóna eru 5: Fjóla, húsfr. á Akureyri, Páll, rafvirki, Akureyri, Sigurfinnur, raf- veitustarfsm., Sauðárkróki, Friðvin, vélstj. í Hofsósi og Halldór, bóndi á Steini. Jón á Steini var naumlega meðalmaður á vöxt, kvikur og snar í hreyfingum, glaðlegur á svip og oftast broshýr. Hann var gæddur miklu lífsfjöri, harðskarpur til vinnu og ágætur verkmaður, að hverju sem hann gekk; var því eftir honum sótzt til starfa, enda kom þar og enn til frábær trúmennska hans og samvizkusemi. Jón var greindur maður, heilsteyptur, hafði ákveðnar skoðanir á opinberum málum. Hann var félagslyndur, samvinnutnaður eindreginn, mörg ár fulltrúi á aðalfundum K. S. Hann sat í hreppsnefnd um skeið; var einn af stofnendum Lestrarfélags Skarðshrepps og formaður þess lengi. Þá var hann og mörg ár forðagæzlumaður og rækti það starf sem önnur af stakri trúmennsku. Lengi var hann póstnr á Reykja- strönd og farnaðist vel, enda röskur ferðamaður. Jón á Steini var traustur og farsæll bóndi, vann að miklum um- bótum á jörð sinni hin síðari árin. Hann var sérstaknr snyrtimaður í búnaði sem og öðru. Ingimar Jónsson, vinnumaður í Ási í Hegranesi, lézt Jr. 3. dag marzmánaðar 1962, tæplega þrítugur að aldri, fæddur að Asi 19. apríl 1932. Voru foreldrar hans Jón bóndi og hreppstjóri í Ási Sig- urjónsson, bónda á Bessastöðum í Sæmundarhlíð, Jónssonar hrepp- stjóra á Hóli, Jónssonar, og kona hans Lovísa Guðmundsdóttir bónda og sýslunefndarmanns í Ási og konu hans Jóhönnu Einars- dóttur, sjá Glóðaf. 1968, 8. h. bls. 44. Þrítugur maður á sér að jafnaði hvorki mikla sögu né margbrotna. Ingimar í Ási var þar eigi undantekning. Var og hinn skammi ferill hans fábrotnari en ella — a. m. k. á ytra borði — fyrir sakir þess, að Sigfríður lézt 17/3 1971.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.