Glóðafeykir - 01.11.1971, Qupperneq 54

Glóðafeykir - 01.11.1971, Qupperneq 54
54 GLÓÐAFEYKIR þar syðra, hvarf aftur norður hingað í heimahaga, reisti bú á Ing- veldarstöðum syðri á Reykjaströnd 1916 og bjó þar til 1921, þá á Daðastöðum í sömu sveit til 1946 og síðar á Steini til æviloka. Arið 1921 kvæntist Jón Sigfriði Jóhannsdóttur síðast bónda á Hóli á Skaga, albróður Sigtryggs bónda á Framnesi í Blönduhlíð, Jóna- tanssonar, og bústýru hans Valgerðar Ásmundsdóttur, bónda í Þúf- um í Óslandshlíð o. v., Ármundssonar, og konu hans Ingibjargar Þorláksdóttnr. Lifir Sigfríður mann sinn.# Börn þeirra hjóna eru 5: Fjóla, húsfr. á Akureyri, Páll, rafvirki, Akureyri, Sigurfinnur, raf- veitustarfsm., Sauðárkróki, Friðvin, vélstj. í Hofsósi og Halldór, bóndi á Steini. Jón á Steini var naumlega meðalmaður á vöxt, kvikur og snar í hreyfingum, glaðlegur á svip og oftast broshýr. Hann var gæddur miklu lífsfjöri, harðskarpur til vinnu og ágætur verkmaður, að hverju sem hann gekk; var því eftir honum sótzt til starfa, enda kom þar og enn til frábær trúmennska hans og samvizkusemi. Jón var greindur maður, heilsteyptur, hafði ákveðnar skoðanir á opinberum málum. Hann var félagslyndur, samvinnutnaður eindreginn, mörg ár fulltrúi á aðalfundum K. S. Hann sat í hreppsnefnd um skeið; var einn af stofnendum Lestrarfélags Skarðshrepps og formaður þess lengi. Þá var hann og mörg ár forðagæzlumaður og rækti það starf sem önnur af stakri trúmennsku. Lengi var hann póstnr á Reykja- strönd og farnaðist vel, enda röskur ferðamaður. Jón á Steini var traustur og farsæll bóndi, vann að miklum um- bótum á jörð sinni hin síðari árin. Hann var sérstaknr snyrtimaður í búnaði sem og öðru. Ingimar Jónsson, vinnumaður í Ási í Hegranesi, lézt Jr. 3. dag marzmánaðar 1962, tæplega þrítugur að aldri, fæddur að Asi 19. apríl 1932. Voru foreldrar hans Jón bóndi og hreppstjóri í Ási Sig- urjónsson, bónda á Bessastöðum í Sæmundarhlíð, Jónssonar hrepp- stjóra á Hóli, Jónssonar, og kona hans Lovísa Guðmundsdóttir bónda og sýslunefndarmanns í Ási og konu hans Jóhönnu Einars- dóttur, sjá Glóðaf. 1968, 8. h. bls. 44. Þrítugur maður á sér að jafnaði hvorki mikla sögu né margbrotna. Ingimar í Ási var þar eigi undantekning. Var og hinn skammi ferill hans fábrotnari en ella — a. m. k. á ytra borði — fyrir sakir þess, að Sigfríður lézt 17/3 1971.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.