Glóðafeykir - 01.11.1971, Qupperneq 56

Glóðafeykir - 01.11.1971, Qupperneq 56
56 GLÓÐAFEYKIR laug mann sinn* ásamt með syni þeirra hjóna, Birni, bónda og hreppstjóra í Brimnesi, og dætrum hennar tveim af fyrra hjóna- bandi, stjúpdætrum Gunnlaugs; Huldu, húsfr. á Marbæli í Oslands- hlíð og Önnu, húsfr. á Laufhóli fáður Litli- hóll) í Viðvíkursveit. Gunnlaugur Björnsson var góður meðal- maður á vöxt. grannvaxinn frekar og grann leitur, brúnamikill og eigi smáfríður, svip- urinn gáfulegur og festulegur, augun hvöss og skutu gneistum, ef honum hitnaði í geði og átti andstöðu að mæta eða óbilgirni. Hann var atgervismaður um gáfur, tilfinn- ingaheitur og tryggur í lund, vinfastur og vinavandur. Hann var orðfær vel og skáld- mæltur, mælskur á manntundum, talaði oft af hita, háum rómi og snjöllum, hlaut jafn- an gott hljóð og óskipta athygli áheyrenda. Hann var heill maður og aldrei hálfvolgur, annað hvort var hann með eða móti — og gilti það jafnt um menn og málefni. Stundum mátti ef til vil) Jrykja, sem nokkuð skorti á fulla sanngirni. Hann var skapfastur alvörumaður, einþykkur nokkuð og varð naumast þokað af þeirri línu, er hann kaus að fylgja, enda djúp sannfæring að baki. En þótt alvara væri einn gildastur þáttur í eðli hans, var honum þó hávaðalaus gleði og kímni eiginleg og töm í fámennum hópi. Hann var hlýr og nota- legur í viðmóti við vini og góða kunningja; heitur í aðdáun, kaldur í andúð. Gunnlaugur í Brimnesi var hugsjónamaður eins og fleiri þeir menn ágætir, sem gengu ungmennafélögunum og samvinnuhreyf- ingunni á hönd á fyrstu áratugum aldarinnar. En hann var fastheld- inn að eðlisfari og ekki ginnkeyptur fyrir öllum nýjungum. Skap- gerðin var um fram allt traust, naumast sveigjanleg að sarna skapi. Hann var einlægur samvinnumaður. Hann var deildarstjóri Við- víkurdeildar og fulltrúi á aðalfundum K. S. fjölda ára. Hann sat í hreppsnefnd Viðvíkurhrepps og var oddviti um skeið. Hann var og mjög lengi í stjórn Sögufélags Skagfirðinga svo og í stjórn Fram- sóknarfélags Skagfirðinga. Gunnlaugur Björnsson var sérstæður um margt, minnilegur mað- ur og góður drengur. Gunnlaugur B iörnsson Sigurlaug lézt 23. febrúar 1971.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.