Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 59

Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 59
GLÓÐAFEYKIR 59 apríl 1895. Foreldrar: Sr. Arnór, prestur að Hesti, Þorláksson, síðast prests að Undirfelli í Vatnsdal, Stefánssonar bónda í Sólheimum í Blönduhlíð, Stefánssonar, og fyrri kona hans Guðrún Elísabet jóns- dóttir í Neðra-Nesi, Stefánssonar prests í Stafholti, Þorvaldssonar. Kona Jóns í Neðra-Nesi og móðir Guðrúnar Elísabetar var Marta Stephensen, systir séra Stefáns sterka á Mosfelli. Séra Arnór á Hesti „var atorkumaður, frábær hestamaður, vel gef- inn, hagmæltur" (ísl. æviskrár), rómaður kennimaður og söngmaður. Séra Lárus var hinn 6. í röð 10 systkina, er öll komust til fullorðinsára. Fór ungur í fóstur til móðurbróður síns, séra Stefáns próf. á Staðarhrauni Jónssonar og konu hans Jóhönnu Magnúsdóttur, og ólst upp hjá þeim. Hann lauk stúdentsprófi 1915, guðfræðiprófi 1919, vígður sama ár aðstoðarprestur séra Björns próf. Jónssonar á Miklabæ. Fékk veitingu fyrir Miklabæjarprestakalli 1921, er séra Björn lét af emb- ætti, var prestur og bóndi á Miklabæ til dauðadags. Átti að baki, er hann lézt, lengstan embættisferil allra presta, er þá störfuðu innan íslenzkrar kirkju. Tímum saman hafði hann á hendi aukaþjónustu í Rípursókn, Glaumbæjar-, Víðimýrar-, Goðdala- og Ábæjarsóknum. Árið 1928 kvæntist séra Lárus Guðrúnu Björnsdóttur prófasts á Miklabæ, Jónssonar bónda á Broddanesi vestur, Magnússonar, og konu hans Guðfinnu Jensdóttur bónda á Veðrará innri í Önundar- firði og Sigríðar konu hans Jónatansdóttur á Vöðlum. Lifir Guðrún mann sinn ásamt með þrem sonum af fjórum, er þau eignuðust. Þeir eru: Séra Stefdn, prestur í Odda á Rangárvöllum, Halldór og Björn, báðir í Reykjavík. Son eignaðist sr. Lárus með mágkonu sinni, Jens- ínu Björnsdóttur, séra Ragnar Fjalar, prest á Siglufirði.* Séra Lárus var lágur maður í lofti sem þeir frændur hans í föður- kyn, léttur og kvikur, fríður ásýndum, fagureygur og sviphýr. Hann var sérstæður maður um margt og kynlega saman settur; skarpgáfað- ur, gæddur óbilandi sjálfstrausti, metnaðargjarn nokkuð, taldi sjálf- an si° hafa manna bezt vit á flestum hlutum — og hafði líka vissu- lega á mörgu skyn —, fór aldrei troðnar slóðir. Um hann blésu storm- ar æði oft, fáar stundir lifði hann í logni. Hann var djarfhuga og Sr. Lárus Arnórsson. Sr. Ragnar er nú prestur í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.