Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 59

Glóðafeykir - 01.11.1971, Blaðsíða 59
GLÓÐAFEYKIR 59 apríl 1895. Foreldrar: Sr. Arnór, prestur að Hesti, Þorláksson, síðast prests að Undirfelli í Vatnsdal, Stefánssonar bónda í Sólheimum í Blönduhlíð, Stefánssonar, og fyrri kona hans Guðrún Elísabet jóns- dóttir í Neðra-Nesi, Stefánssonar prests í Stafholti, Þorvaldssonar. Kona Jóns í Neðra-Nesi og móðir Guðrúnar Elísabetar var Marta Stephensen, systir séra Stefáns sterka á Mosfelli. Séra Arnór á Hesti „var atorkumaður, frábær hestamaður, vel gef- inn, hagmæltur" (ísl. æviskrár), rómaður kennimaður og söngmaður. Séra Lárus var hinn 6. í röð 10 systkina, er öll komust til fullorðinsára. Fór ungur í fóstur til móðurbróður síns, séra Stefáns próf. á Staðarhrauni Jónssonar og konu hans Jóhönnu Magnúsdóttur, og ólst upp hjá þeim. Hann lauk stúdentsprófi 1915, guðfræðiprófi 1919, vígður sama ár aðstoðarprestur séra Björns próf. Jónssonar á Miklabæ. Fékk veitingu fyrir Miklabæjarprestakalli 1921, er séra Björn lét af emb- ætti, var prestur og bóndi á Miklabæ til dauðadags. Átti að baki, er hann lézt, lengstan embættisferil allra presta, er þá störfuðu innan íslenzkrar kirkju. Tímum saman hafði hann á hendi aukaþjónustu í Rípursókn, Glaumbæjar-, Víðimýrar-, Goðdala- og Ábæjarsóknum. Árið 1928 kvæntist séra Lárus Guðrúnu Björnsdóttur prófasts á Miklabæ, Jónssonar bónda á Broddanesi vestur, Magnússonar, og konu hans Guðfinnu Jensdóttur bónda á Veðrará innri í Önundar- firði og Sigríðar konu hans Jónatansdóttur á Vöðlum. Lifir Guðrún mann sinn ásamt með þrem sonum af fjórum, er þau eignuðust. Þeir eru: Séra Stefdn, prestur í Odda á Rangárvöllum, Halldór og Björn, báðir í Reykjavík. Son eignaðist sr. Lárus með mágkonu sinni, Jens- ínu Björnsdóttur, séra Ragnar Fjalar, prest á Siglufirði.* Séra Lárus var lágur maður í lofti sem þeir frændur hans í föður- kyn, léttur og kvikur, fríður ásýndum, fagureygur og sviphýr. Hann var sérstæður maður um margt og kynlega saman settur; skarpgáfað- ur, gæddur óbilandi sjálfstrausti, metnaðargjarn nokkuð, taldi sjálf- an si° hafa manna bezt vit á flestum hlutum — og hafði líka vissu- lega á mörgu skyn —, fór aldrei troðnar slóðir. Um hann blésu storm- ar æði oft, fáar stundir lifði hann í logni. Hann var djarfhuga og Sr. Lárus Arnórsson. Sr. Ragnar er nú prestur í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.