Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 60
60
GLÓÐAFEYKIR
framsækinn, en ekki alltaf framsýnn að sanra skapi og reiknaði stund-
um skakkt, þessi hárglöggi reikningsmaður. Gestrisinn var hann með
afbrigðum, höfðingi sjálfur og höfðingjadjarfur, en lítillátur og Ijúf-
ur við þá, sem minna áttu undir sér. Þeir, sem umkomulitlir eru
kallaðir, áttu engan mann að einlægara eða trúrra vini en sr. Lárus.
Hann var einstakur greiðamaður, vildi öilum gott gera, mikili
mannkostamaður haldinn augljósum brestum. Hjartað var úr gulli,
liöfuðið margslungið þáttum mikilia vitsmuna og vangæzlu.
Sr. Lárus var andans maður. En ekki var hann allur í andanum.
Hann lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Hann luigsaði rnikið og
talaði um félagsmál ýmis, búnaðarmál, atvinnumál, sveitarmáiefni
og landsmál og ótal margt fleira. En skoðanir hans og málflutningur
o o o o O
féll ekki ávaiit öðrum í geð, enda fór hann oftast eigin götur og ekki
trútt um, að stundum lægju þær leiðir þversum nokkuð. Gat þá á
ýmsu oltið um samkomulag við sveitunga og sóknarbörn. Ailt varð
þetta til þess, að aldrei bar undir hann þau mannaforráð, er hann
taldi sig kjörinn til að fara með. Hitt er víst, að sóknarbörn hans og
sveitungar báru til hans hlýjan hug og óskoraða góðvild.
Séra Lárus var einlægur trúmaður, sannfærður spíritisti, frjáls-
iyndur og víðsýnn guðfræðingur. Hann var óefað einn meðal snjöll-
ustu ræðumanna sinna stéttarbræðra. Voru stólræður hans margar
og útfararræður frábærar að allri gerð — byggingu, efni og orðfæri.
Utan kirkju var hann skennntilegur ræðumaður, gamansamur og
fyndinn, harðskeyttur, ef því var að skipta, og hæfði oftast í mark.
Var og hvort tveggja, að bæði var hann málglaður og hafði líka oftast
eitthvað til mála að leggja. Hann var samvinnumaður, eu vildi stund-
um þar, eins og víðar, fara eigin slóðir. Lengi var hann deildarstjóri
Akradeildar, sat aðalfundi K. S. og hleypti ósjaldan í þá miklu fjöri.
Séra Lárus Arnórsson var skemmtilegur og ágætur félagi. Hann
var mikill vinur söngs og ljóða og bar á hvort tveggja hið bezta skyn.
Þessu héraði unni hann lieitum huga. Hann var að vísu ekki borinn
Skagfirðingur, þótt hann ætti hingað ættir að rekja á aðra hönd. En
lúngað í Skagafjörð kom hann í broddi lífs, fullur eldmóðs og áhuga
á öllu, er til heilla mátti horfa, andlegra og efnalegra. Örlög og atvik.
eigin víti og annarra, ollu því, að hann átti gegn ýmislegum audviðr-
um að sækja. En í Blönduhlíð batt lrann rætur, sem eigi brustu.
Andstæðinga átti hann oft, innan sveitar og utan, óvini aldrei.
Séra Lárus á Miklabæ var lítils vaxtar á velli, en þó svo mikill
fyrirferðar í vitund samferðamanna, að um hann skópust þjóðsögur
í iifanda lífi.