Glóðafeykir - 01.11.1971, Qupperneq 61

Glóðafeykir - 01.11.1971, Qupperneq 61
GLOÐAFEYKIR 61 Hannes Kristjánsson, bóndi á Brenniborg á Neðribyggð, lézt snögglega þ. 30. apríl 1962. Hann var fæddur að Löngumýri í Blöndudal 7. sept. 1891, sonur Kristjáns bónda á Hafgrímsstöðum í Tungusveit, Kristjánssonar bónda á Kimba- stöðum í Borgarsveit, Jónssonar, og bústýru hans Elínar Arnljótsdóttur bónda á Syðri- Löngumýri, Guðmundssonar, og konu hans Gróu Sölvadóttur. Arsgamall fluttist Hannes með foreldr- um sínum að Hafgrímsstöðum og missti þar föður sinn tæpra fjögurra ára gamall. Eftir lát hans mun Hannes hafa verið í fóstri hjá frændfólki sínu í Blöndudal vestur, en hvarf aftur norður hingað áður en langt um leið og dvaldist hjá móður sinni á Hafgríms- stöðum og síðan í Llvammkoti, eftir að hún færði bú sitt þangað árið 1906. Árið 1915 kvæntist Hannes Sigriði Benediktsdóttur, síðast bónda á Skörðugili syðra á Langholti, Kristjánssonar, og konu hans Ingi- bjargar Einarsdóttur bónda á Húsabakka og í Krossanesi, alsystur Indriða skálds, séra Gísla í Hvammi og þeirra systkina. Var Sigríður alsystir Egils á Sveinsstöðum, föður Guðlaugar, síðari konu Olafs Kristjánssonar frá Ábæ (sjá þátt um hann i Glóðaf. 1970, 11. h. bls. 47). Hún var áður gift Pétri Péturssyni frá Grímsstöðum í Svarárdal fram o. v. Sonur þeirra var Svavar, bóndi á Laugarbökkum á Neðri- byggð.* Sonur hennar með Þorsteini Magnússyni frá Gilhaga, áður en hún giftist, er Þorbergur, snjall hagyrðingur, bóndi um skeið á Sauðá. Þau Hannes og Sigríður reistu bú í Valagerði á Skörðum 1915 og biuggu þar til 1919, er þau færðu bú sitt að Hvammkoti í Tungu- sveit og bjuggu þar til 1933, þá á Reykjum í sömu sveit til 1938, er þau brugðu búi og fóru í húsmennsku að Vindheimum. Sigríður var mikil myndarkona og skörugur, en missti heilsuna um eða upp úr fimmtugsaldri og lá lengstum eftir það á sjúkrahúsi allt til æviloka, yfir 20 ár. Hún lézt 28. júní 1953. Þau Hannes áttu ekki börn, en tóku dreng ungan til fósturs, Daníel Ingólfsson frá Steinsstöðum, og ólu upp sem eigið barn. Um 1950 keypti Hannes Brenniborg og bjó þar með fóstursyni sínum meðan dagur entist. * Svavar er nú fluttur þaðan fyrir nokkrum árum. Hannes Kristjánsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.