Glóðafeykir - 01.11.1971, Qupperneq 62

Glóðafeykir - 01.11.1971, Qupperneq 62
62 GLÓÐAFEYKIR Hannes Kristjánsson var meðalmaður á vöxt, myndarlegur í sjón. „Hann var vel greindur, talaði aldrei óhugsað, en var ákveðinn í skoðunum. Hann var vel látinn a£ öllum, sem kynni höfðu af hon- um.“ (H. B.). Hannes var hygginn fjármálamaður sem þeir bræður allir, og hafði lengstum snoturt bú. Átti hann þó við ærna örðug- leika að etja sakir heilsubrests konu sinnar hin síðari ár, leitaði henni allra lækninga, þótt fyrir lítið kæmi, og reyndist henni sivökull og nærgætinn förunautur. Hannes á Brenniboro var í hvívetna mikill sæmdarmaður. o Þóroddur Sigtryggsson, til heimilis á Sauðárkróki, andaðist þ. 27. júlí 1962. Hann var fæddur að Giljum í \7esturdal 22. febrúar 1902, sonur Sigtryggs bónda þar o. v. Friðfinnssonar, bónda í Stigaseli í Austurdal o. v., Friðfinnssonar, og konu hans Ingibjargar Pálsdóttur, síðast bónda á Bústöðum í Austurdal, Andréssonar, en móðir hennar og kona Páls var Anna Jóns- dóttir bónda á Svínavatni vestur, Jóhanns- sonar. Var Ingibjörg alsystir Tómasar á Bú- stöðum, föður Eyþórs á Ak. og þeirra br. Þóroddur ólst upp með foreldrum sínurn fram um fermingaraldur, var síðan nokkuð á faraldsfæti, m. a. vinnumaður um skeið hjá Hrólfi og Valgerði á Ábæ. Fluttist um tvítugsaldur til Sauðárkróks og vann þar alla algenga vinnu til sjós og lands; átti um tíma lítinn bát og reri einsamall. Mun hafa verið allgóður verkmað- ur og lagvirkur, en heldur þungur til vinnu. Ungur að árum kenndi hann heilsubrests og gekk eftir það aldrei heill til skógar; ágerðust vanheilindi hans — e. k. flogaveiki — æ meir og lömuðu þrek hans, andlegt og líkamlegt. Fór utan til að leita sér lækninga, en kom fyrir ekki. Var mörg hin síðari árin vistmaður á sjúkrahúsinu á Sauðár- króki, vann þar ýmis smávik í þágu sjúkrahússins, annaðist sendi- íerðir o. fl., og rækti þau störf af stakri trúmennsku. Þóroddur Sigtryggsson var í hærra meðallagi, þrekvaxinn og nokk- uð feitlaginn upp á síðkastið. Hann hafði góða greind, en naut sín ekki vegna geðbresta, er stöfuðu af heilsuleysi hans. Hann var skap- ríkur, hafði mjög ákveðnar skoðanir og róttækar nokkuð, þoldi illa andmæli. Hann las mikið og fylgdist af áhuga með því sem helzt var að gerast á hverjum tíma, bæði innanlands og utan. Veðurfar atlnig- Þóroddur Sigtryggsso7i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.