Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 63

Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 63
GLÓÐAFEYKIR 63 aði hann af mikilli kostgæfni, skráði um það skýrslur og dró af sínar ályktanir. Stefanía Ferdínantsdóttir, húsfr. á Sauðárkróki, lézt þ. 12. ágúst 1962. Hún var fædd að Hróarsstöðum í Vindhælishreppi 7. nóv. 1875, dóttir Ferdínants bónda þar o. v. Gíslasonar og konu hans Herdísar Sigurðardóttur, Sigurðssonar bónda í Holtsmúla, Sigurðssonar, en móðir Herdísar og kona Sigurðar (yngsta) var Ragnheiður Einarsdóttir í Holtskod, Jóns- sonar. Voru foreldrar Stefaníu merkra ætta, manndómshjón og mikilla mannkosta. Munu frá þeim hafa runnið til hennar miklar og góðar kynfylgjur. Ársgömul fluttist Stefanía með foreldr- um sínum að Örlygsstaðaseli vestra og ólst þar upp við krappan kost til 12 ára aldurs, er hún fluttist á Skagaströnd. 13 ára gömul missti hún móður sína, var eftir það með föður sínum og einnig löngum stundum á Hofi hjá þeim ágætishjón- um, séra Jóni Magnússyni og Steinunni Þorsteinsdóttur. Sagði hún síðar svo frá, að eigi hefði hún „farið þangað til að vinna, heldur til að fá nóg að borða.“ Má af þeim ummælum ráða, að þröngt hafi verið í búi hjá föður hennar, svo sem víðar var á þeim harðinda- árum. Eftir fermingu fór hún í vist, fyrst að Saurum á Skagaströnd og síðan að Höfnum á Skaga. Eftir nokkra dvöl þar fór hún til séra Jóns og frú Steinunnar, er þá voru komin að Mælifelli: með þeim fylgdist hún svo að Ríp í Hegranesi, en sr. Jón varð prestur þar. A Ríp var um þær mundir vinnumaður, Sölvi Jónsson frá Völlum í Hólmi, afbragðsmaður, albróðir jóns á Mannskaðahóli, sjá Glóðaf. 5. h. bls. 32. Felldu þau Stefanía hugi saman og giftust árið 1902. \rar þá senn lokið vistaskiptum hennar. Fluttu þau ungu hjónin þegar til Sauðárkróks og þar stóð heimili þeirra æ síðan. ög það var samstillt og gott heimili, rómað fyrir óvenju gott heimilislíf og mikla samheldni fjölskyldunnar, góðvild hennar, glaðværð og siing. Sölvi jónsson var listasmiður og lék honum flest í hendi. Stundaði löng- um smíðar, var og rafveitustjóri á Sauðárkróki síðari árin mörg. En Stefanía annaðist börn og bú í bókstaflegri merkingu. Hún var náttúrubarn. Hún átti skepnur, sem hún unni, hún átti land, sem hún ræktaði og heyjaði, enda harðdugleg til vinnu. Það var hennar Stefania Ferdinantsdóttir.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.