Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 6

Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 6
6 GLÓÐAFEYKIR stjórn voru endurkosnir Geirmundur Jónsson, Sauðárkr., Magnús H. Gíslason, Frostastöðum og Ami Bjarnason, Uppsölum. Endur- skoðandi var kosinn Sigtryggur Björnsson, Hólum, í stað Vésteins Vésteinssonar í Hofstaðaseli, er eigi gaf kost á sér til endurkjörs, hinn endurskoðandinn er Guðjón Ingimundarson, Sauðárkróki. Geta má þess í sambandi við kosningu fulltrúa til að sækja aðalfund SÍS, að hér var fyrir tugum ára tekinn upp sá háttur, að endurkjósa aldrei sömu menn — nema kaupfélagsstjóra. Með þessu móti kynnast stórum fleiri félagsmenn starfsemi Sambandsins en ella myndi. Er mér eigi kunnugt um, að annars staðar sé þessi háttur á hafður. G. M. ÚR SKÝRSLU FORMANNS í upphafi skýrslu sinar gat form. þess, að haldnir hefðu verið 11 stjórnarfundir á árinu 1975, þar af einn fundur með deildarstjórum allra félagsdeilda svo og verzlunardeilda. A stjórnarfundum voru tekin fyrir 70 mál, þ. á. m. að sjálfsögðu nokkur, er vörðuðu Mjólk- ursamlagið sérstaklega, og 47 ályktanir samþykktar. Nálega alla stjórnarfundi sat einn varamaður eða fleiri. Samlagsráð hélt 5 fundi milli aðalfunda. Stjórn Fiskiðjunnar h/f, sem að nokkrum hluta er skipuð stjórnarnefndarmönnum K. S., enda dótturfyrirtæki félags- ins og raunveruleg eign þess að mestu, hélt 6 bókaða fundi milli aðalfunda. Fiskiðjan var stofnuð 23. des. 1955, og hafa á þessum 20 árum verið haldnir 88 stjórnarfundir. Það kom fram í skýrslu form., að á árinu 1975 voru fjárfestingar K. S. með minnsta móti, miðað við stórframkvæmdir undanfarinna ára, og námu þó röskl. 54 millj. kr. Má þar m. a. nefna kostnað við að ganga að fullu frá stórgripasláturhúsi félagsins, sem er eitt hið fullkomnasta í sinni röð, er um getur. Enda þótt rekstur kaupfélagsins gengi vel á árinu og rekstraraf- gangur næmi nál. 12 milj. kr., réðst þó margt á annan og verri veg en svo, að við mætti hlíta með góðu móti. Um það fór form. svo- felldum orðum: „Vegna stórframkvæmda K. S. á síðustu árum hefur ófremdar- ástandið á lánamálum valdið félaginu miklum erfiðleikum og miklu tjóni, þar sem sumpart hefur dregizt langt úr hófi fram að afgreiða

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.