Glóðafeykir - 01.09.1976, Síða 7

Glóðafeykir - 01.09.1976, Síða 7
GLÓÐAFEYKIR 7 lofuð lán og sumpart um hrein loforðabrigð að ræða, en hins vegar treyst á það, að opinberar lánsstofnanir stæðu að fullu við gefin fyrirheit. . . . Við þetta bætist svo það, að nú orðið verður að bíða von úr viti eftir því, að ríkissjóður standi skil á tilskildum útflutn- ingsbótum, og hefur ástandið í þeim efnum farið hríðversnandi. Fyrir tveim mánuðum átti ríkissjóður enn ógreiddar útflutnings- bætur til K. S. að fjárhæð meira en 44 millj. króna. Þetta fé er að mestum hluta ógreitt enn — og stendur þarna vaxtalaust, ríkissjóð- ur greiðir enga vexti.“ „Landsbyggðin b)Tr á margan hátt við skarðan hlut. Nefna má dæmi, eitt af mörgum. Mestöll vara, sem til landsins er flutt, eða um 90%, er sett á land í Reykjavík. Þar hleðst á hana margvíslegur kostnaður. Síðan er varan flutt út á land með ærnum kostnaði, sú sem þangað á að fara. Ofan á sjálf flutningsgjöldin er svo hlaðið 20% söluskatti. Þetta eru þungar og ranglátar álögur og bitna harð- ast á þeim, er sízt skyldi og lengstar eiga leiðir til aðdrátta. Þetta hlýtur, eitt með öðru, að þrengja kosti landsbyggðarinnar og herða strauminn, sem þaðan liggur og allur stefnir til Faxaflóa. Þetta er næsta einkennileg „byggðastefna", svo að notað sé hátízkuorð." „Það fer ekki milli mála, að nú eru erfiðir tímar fyrir láglauna- stéttir þjóðfélagsins, og á ég þá fyrst og fremst við bændur og óiðn- lærða verkamenn. Vissulega hafa bæði bóndinn og verkamaðurinn fengið kaup sitt hækkað. Þó held ég að verkamaðurinn sé ekki of- haldinn af dagvinnukaupi einu saman. Þó er bóndinn e. t. v. enn verr settur. Hann fær aldrei það kaup, sem honum er ætlað að fá samkv. lögum. Hann þarf að kaupa kynstrin öll af rándýrum rekstr- arvörum, s. s. áburði og fóðurvöru, til þess að geta haldið fram- leiðslu sinni í horfi, en verður hins vegar að bíða árlangt og í sum- um tilvikum jafnvel lengur eftir því að fá laun sín að fullu greidd. Sér í lagi er sauðfjárbóndinn illa á vegi staddur að þessu leyti, enda rekstrarlán vegna sauðfjárafurða alls kostar ófullnægjandi og fara sífellt lækkandi hlutfallslega. . . „Ég get skotið því hér inn, þótt óskylt sé þessu máli, að það er og hefur alltaf verið mín persónulega skoðun, að bændur og verka- menn þurfi og eigi að vinna saman að sanngjömum kjarabótum og samvinnumálum. Það er óþurftarverk, mér liggur við að segja glæpsamlegt athæfi, þegar reynt er með æsiskrifum og æsingaræðum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.