Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 15

Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 15
GLÓÐAFEYKIR 15 aukauppbót á sauðfjárinnleggið, þannig að 5 kr. viðbótarverð kæmi á hvert kg. kjöts, en 10 kr. á hvert gærukíló. Þessi aukauppbót mun nema um 6,4 millj. kr. og verður færð í reikninga viðkomandi að- ila pr. 1. jan. 1976. Verulegar breytingar hafa orðið til hins verra hjá ríkissjóði varð- andi greiðslur útflutningsbóta. Við höfum orðið að bíða eftir þess- um greiðslum mánuðum saman, og ríkissjóður reynzt ófáanlegur til þess að greiða vexti á þessar upphæðir. Þetta hefur vissulega áhrif og ekki hvað sízt hér í Skagafirði, þar sem við höfum verið látnir flytja út mikið af landbúnaðarafurðum en verðum hér fyrir umtalsverðum vaxtahalla, sem kemur beint fram í lokaverði til framleiðenda; er það í raun og veru fráleitt, að þessum vaxtamismun skuli ekki vera útjafnað þannig að þeir, sem látnir eru sitja fyrir innanlandsmarkaðinum, taki á sig hluta af þessum kostnaði. Um síðustu áramót áttum við þannig inni hjá ríkissjóði 53,7 millj. kr., og voru enn þá ógreiddar þann 1. apríl yfir 44 millj. Allt skap- ar þetta stóraukna erfiðleika, sem örðugt er að sætta sig við. A síðasta ári bárust á land í Skagafirði 6.685 tonn af fiski, þar af 6.300 tn. af togurunum. Var þetta 338 tn. aflaaukning frá 1974. Alls voru 860 tunnur af grásleppuhrognum verkaðar og var það 397 tunnu aukning frá 1974. Utflutningsverðmæti sjávarafurða úr Skagafirði var talið vera 625 millj. kr. og hafði aukizt um 315 millj. frá f. á. Rekstur Fiskiðjunnar gekk vel á árinu og varð tekjuafgangur rúm ein millj. kr. Aftur á móti varð verulegt rekstrartap hjá Útgerðarfél. Skagf. á árinu 1975, og veldur það miklum áhyggjum. Er því nauð- synlegt að finna rekstrargrundvöll fyrir þessi stórvirku atvinnutæki. Allt síðasta ár einkenndist af miklum fjármagnsskorti. Við þurft- um að semja um mikinn yfirdrátt allt árið, og var það ekki fyrr en síðustu daga ársins, að þetta lagaðist aftur, eða þegar endanleg upp- gjör áttu sér stað hjá Seðlabankanum á afurðalánunum í lok des- embermán. Það var í fyrsta skipti á árinu 1975, að Seðlabankinn gekk ekki frá endanlegum afurðalánum út á haustinnleggið í nóvemberlok, heldur dró greiðslu á verulegum hluta lánanna til desemberloka. A fyrstu mánuðum ársins þarf að greiða afurðalánin mjög ört niður, og lækkuðu lánin nú í aprílmánuði einum um 60 millj. kr. Vegna þeirrar miklu dýrtíðar og verðbólgu, sem nú er í landinu,

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.